25. mar. 2007

Hver er ég...?

Ég á tvö yndisleg börn og oftast er ég besta mamma í heimi, ég á frábæran kærasta og oftast er ég besta kærasta í heimi. Ég er í 100% vinnu hjá Plastprent og skúra stóran leikskóla fimm daga vikunnar. Svo er ég í fjarnámi í KHÍ sem ég er farin að líta á sem 100% vinnu. Í því námi þarf ég að blogga um hitta og þetta, líka gera hluti sem mér finnast leiðinlegir.
Ég þarf að skipuleggja mig vel ef ég ætla að þrauka árið. Finna tíma fyrir börnin, fyrir kærastann, fyrir námið svo ég hafi orku fyrir vinnuna.

Fyrir utan allt þetta tel ég mig vera frábæra, skemmtilega, sæta og duglega.

Ég veit ekki alveg af hverju ég byrjaði á þessu bulli mínu hér, veit ekki alveg hvernig fólk hefur tími fyrir þetta. Mér finnst pólítík leiðinleg, les ósköp lítið fyrir utan námsbækurnar.

Því ætla ég að þakka ykkur fyrir að hafa nennt að lesa þetta innihaldslausa bull mitt.
Ég hef nóg annað að gera.
En aldrei að vita hvort ég mæti á nýjan leik en þangað til segji ég bara adios!

17. mar. 2007

Óvænt kvöld.

Ég skemmti mér rosalega vel í gærkvöldi. Það var ekkert sérstakt á dagskránni hjá mér. Var ekki heldur viss hvað gæinn ætlaði að gera en Óli vinur hans er á landinu og var því nokkuð viss að hann fengi að njóta hans. En ég kom heim úr vinnu, lagðist uppí sófa með teppi og horfði á Beverly hills og beið eftir Melrose Place en þá ruddust tveir karlmenn inn, Jens og Raggi. Þeir vildu ólmir gera eitthvað skemmtilegt og auðvitað með Óla. Ég var nú ekki alveg viss, var bara búin að koma mér nokkuð vel fyrir í sófanum, en þá var ákveðið að elda, fara í ríkið og spila. Þeir gerðu það og Raggi kokkur eldaði frábæran mat. Svo var spilað Catan en ég hef bara spilað það með Jens og börnunum, reyndar var Raggi einu sinni með en í gær voru engin börn. Og ótrúlegt en satt þá vann ég. Ég var dáldið lúmsk og þetta var dáldill slagur á milli mín og Óla og þegar röðin kom að mér og ég sá að ég var búin að vinna leið mér svo vel, nánast titraði af spenningi. Frábært. Svo tókum við annað og Óli fékk að vinna það.
Þetta var yndislegt kvöld.

Takk fyrir mig strákar.

14. mar. 2007

Að breyta!

Rólegt í vinnunni. Erum að fara breyta hér því með nýjum forstjóra koma nýjar breytingar. Hann vill koma á okkar hæð og því er ekki um neitt annað að ræða en að troða okkur lengar inn ganginn. Það er reyndar bara fínt. Ég og Begga erum sáttar við að vera saman, nálægt hvor annarri. Að vera með sína eigin skrifstofu hefur sína kosti og galla og ég held að það séu fleiri gallar hjá mér. Mér finnst ekkert gaman að vera ein, alein. Þetta verður samt ekki einsog í Odda, þar vorum við næstum oní hvort öðru og rosa hávaði. En samt gaman, tuðandi í Pétri og Frikka, spjalla við Stínu og gera grín af gellunum sem Himmi var alltaf að skoða.

Svo erum við Jens mikið að spá í að halda partí. Bjóða öllum okkar vinum, héðan og þaðan. Það verður gaman.

Finnst þessi setning sem ég setti þarna í hedderinn svo yndisleg. Er úr Queen laginu Innuendo. Vil samt ekki hafa hann svona, kann ekki eða get ekki breytt því.

jæja, ætla með Beggu á Subway, bátur mánaðarins kallar.

7. mar. 2007

Tuðskap

Ég er í ákveðnu tuðskapi þessa dagana. Hef setið sveitt fyrir framan skjáinn og tuðað yfir staðlotunni, náminu og sagt mitt álit. Sem betur fer var ég róuð niður af kennara og bökkuð upp af samnemendum. Svo tuða ég yfir kúkapokum, smá í krökkunum, skúringadrasli, lífinu og tilverunni og svo hef ég ákveðnar skoðanir á sjálfri mér og þessari klám(ráðstefnu) umræðum sem hafa átt sér stað.
Bara einn galli!
Ég er ekkert rosalega góð í að standa á mínu og mínum skoðunum, er oftast drepin í byrjun. Ætla að reyna að bæta mig í þeim málum. Hef reyndar gert það, vil bara gera betur!

takk í dag.

1. mar. 2007

Fimmtudagsfærslan

Ég átti að skila verkefni 26. feb. Ég byrjaði sveitt að skrifa og skrá á mánudag fram á kvöld og nokkuð ánægð með mig. Leyfi svo Jens að lesa yfir (reyndar eftir smá suð) því ég vil helst ekki vera gagnrýnd af honum, en hann lofaði að fara ljúflega í hana ef hún væri einhver. Fékk símtal frá honum þar sem hann spurði mig hversvegna ég væri að gera verkefni númer 2? adskofjoi fiejfows.... WHAT! Svo þegar ég kom heim sat ég fyrir framan skjáinn og vissi ekkert. Urraði á hann og vorkenndi sjálfri mér feitt!
Endaði með því að fara skúra því ég segi ekki nei við að fá aðstoð frá honum og svo gekk þetta vel seinna um kvöldið. Fékk frest og skilaði deginum eftir. Hjúkk!
En þá sá ég að verkefni fyrir fullorðinsfræðsluna var komið inn. Iss, bara 10 bls. skila 1.maí! Er byrjuð á því, í huganum sko.

Er í staðlotu núna og hellingur að gera. Það fyrsta sem ég mun gera í minni örkennslu og framsögn er að biðja fólk um að taka upp gemsana sína og SLÖKKVA á þeim! Í dag voru bara fyrirlestrar og símarnir stoppuðu ekki... fer rosalega í pirrurnar á mér.

Annars er skipulagning sumarbústaðaferð með vinkonunum og mökum í maí. Og það er mars. Ánægð með hvað ég er orðin dugleg í skipulagningu.

Er að spá í að sauma á mig einhverskonar súperwoman búning og ég mun vera í honum næstu áramót ef ég hef komist í gegnum þetta nám, vinnu, lífið og tilveruna og númer eitt að börnin viti enn hver ég er og að ég hafi ekki misst af neinu í tilveru þeirra!