1. mar. 2007

Fimmtudagsfærslan

Ég átti að skila verkefni 26. feb. Ég byrjaði sveitt að skrifa og skrá á mánudag fram á kvöld og nokkuð ánægð með mig. Leyfi svo Jens að lesa yfir (reyndar eftir smá suð) því ég vil helst ekki vera gagnrýnd af honum, en hann lofaði að fara ljúflega í hana ef hún væri einhver. Fékk símtal frá honum þar sem hann spurði mig hversvegna ég væri að gera verkefni númer 2? adskofjoi fiejfows.... WHAT! Svo þegar ég kom heim sat ég fyrir framan skjáinn og vissi ekkert. Urraði á hann og vorkenndi sjálfri mér feitt!
Endaði með því að fara skúra því ég segi ekki nei við að fá aðstoð frá honum og svo gekk þetta vel seinna um kvöldið. Fékk frest og skilaði deginum eftir. Hjúkk!
En þá sá ég að verkefni fyrir fullorðinsfræðsluna var komið inn. Iss, bara 10 bls. skila 1.maí! Er byrjuð á því, í huganum sko.

Er í staðlotu núna og hellingur að gera. Það fyrsta sem ég mun gera í minni örkennslu og framsögn er að biðja fólk um að taka upp gemsana sína og SLÖKKVA á þeim! Í dag voru bara fyrirlestrar og símarnir stoppuðu ekki... fer rosalega í pirrurnar á mér.

Annars er skipulagning sumarbústaðaferð með vinkonunum og mökum í maí. Og það er mars. Ánægð með hvað ég er orðin dugleg í skipulagningu.

Er að spá í að sauma á mig einhverskonar súperwoman búning og ég mun vera í honum næstu áramót ef ég hef komist í gegnum þetta nám, vinnu, lífið og tilveruna og númer eitt að börnin viti enn hver ég er og að ég hafi ekki misst af neinu í tilveru þeirra!

Engin ummæli: