7. mar. 2007

Tuðskap

Ég er í ákveðnu tuðskapi þessa dagana. Hef setið sveitt fyrir framan skjáinn og tuðað yfir staðlotunni, náminu og sagt mitt álit. Sem betur fer var ég róuð niður af kennara og bökkuð upp af samnemendum. Svo tuða ég yfir kúkapokum, smá í krökkunum, skúringadrasli, lífinu og tilverunni og svo hef ég ákveðnar skoðanir á sjálfri mér og þessari klám(ráðstefnu) umræðum sem hafa átt sér stað.
Bara einn galli!
Ég er ekkert rosalega góð í að standa á mínu og mínum skoðunum, er oftast drepin í byrjun. Ætla að reyna að bæta mig í þeim málum. Hef reyndar gert það, vil bara gera betur!

takk í dag.

Engin ummæli: