14. mar. 2007

Að breyta!

Rólegt í vinnunni. Erum að fara breyta hér því með nýjum forstjóra koma nýjar breytingar. Hann vill koma á okkar hæð og því er ekki um neitt annað að ræða en að troða okkur lengar inn ganginn. Það er reyndar bara fínt. Ég og Begga erum sáttar við að vera saman, nálægt hvor annarri. Að vera með sína eigin skrifstofu hefur sína kosti og galla og ég held að það séu fleiri gallar hjá mér. Mér finnst ekkert gaman að vera ein, alein. Þetta verður samt ekki einsog í Odda, þar vorum við næstum oní hvort öðru og rosa hávaði. En samt gaman, tuðandi í Pétri og Frikka, spjalla við Stínu og gera grín af gellunum sem Himmi var alltaf að skoða.

Svo erum við Jens mikið að spá í að halda partí. Bjóða öllum okkar vinum, héðan og þaðan. Það verður gaman.

Finnst þessi setning sem ég setti þarna í hedderinn svo yndisleg. Er úr Queen laginu Innuendo. Vil samt ekki hafa hann svona, kann ekki eða get ekki breytt því.

jæja, ætla með Beggu á Subway, bátur mánaðarins kallar.

Engin ummæli: