17. mar. 2007

Óvænt kvöld.

Ég skemmti mér rosalega vel í gærkvöldi. Það var ekkert sérstakt á dagskránni hjá mér. Var ekki heldur viss hvað gæinn ætlaði að gera en Óli vinur hans er á landinu og var því nokkuð viss að hann fengi að njóta hans. En ég kom heim úr vinnu, lagðist uppí sófa með teppi og horfði á Beverly hills og beið eftir Melrose Place en þá ruddust tveir karlmenn inn, Jens og Raggi. Þeir vildu ólmir gera eitthvað skemmtilegt og auðvitað með Óla. Ég var nú ekki alveg viss, var bara búin að koma mér nokkuð vel fyrir í sófanum, en þá var ákveðið að elda, fara í ríkið og spila. Þeir gerðu það og Raggi kokkur eldaði frábæran mat. Svo var spilað Catan en ég hef bara spilað það með Jens og börnunum, reyndar var Raggi einu sinni með en í gær voru engin börn. Og ótrúlegt en satt þá vann ég. Ég var dáldið lúmsk og þetta var dáldill slagur á milli mín og Óla og þegar röðin kom að mér og ég sá að ég var búin að vinna leið mér svo vel, nánast titraði af spenningi. Frábært. Svo tókum við annað og Óli fékk að vinna það.
Þetta var yndislegt kvöld.

Takk fyrir mig strákar.

Engin ummæli: