25. mar. 2007

Hver er ég...?

Ég á tvö yndisleg börn og oftast er ég besta mamma í heimi, ég á frábæran kærasta og oftast er ég besta kærasta í heimi. Ég er í 100% vinnu hjá Plastprent og skúra stóran leikskóla fimm daga vikunnar. Svo er ég í fjarnámi í KHÍ sem ég er farin að líta á sem 100% vinnu. Í því námi þarf ég að blogga um hitta og þetta, líka gera hluti sem mér finnast leiðinlegir.
Ég þarf að skipuleggja mig vel ef ég ætla að þrauka árið. Finna tíma fyrir börnin, fyrir kærastann, fyrir námið svo ég hafi orku fyrir vinnuna.

Fyrir utan allt þetta tel ég mig vera frábæra, skemmtilega, sæta og duglega.

Ég veit ekki alveg af hverju ég byrjaði á þessu bulli mínu hér, veit ekki alveg hvernig fólk hefur tími fyrir þetta. Mér finnst pólítík leiðinleg, les ósköp lítið fyrir utan námsbækurnar.

Því ætla ég að þakka ykkur fyrir að hafa nennt að lesa þetta innihaldslausa bull mitt.
Ég hef nóg annað að gera.
En aldrei að vita hvort ég mæti á nýjan leik en þangað til segji ég bara adios!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú rosalega dugleg...þetta er sko meira en að segja það mín kæra!!

Nikita sagði...

:) takk sæta!

Nafnlaus sagði...

alveg samála Elenu.... þú ert sko algjör hetja..
kv Hilda veika :o(