26. feb. 2007

Mánudagafærslur!

Bulla bara á mánudögum. Það er svo sem í lagi, hef hvort eð er ekkert að segja en hef helling að gera. Læra, læra, læra, vinna og vinna! Naut þess að vera með mínum yndislegu börnum sem eru núna farin til pabba síns. Veit að þessi vika mun líða hratt, staðlota í skólanum og já, þar mun ég vera með framsögn og kennslu. Veit ekki enn hvað ég á að kenna í fjórar mínútur tengt mínu fagi...
Best að fara að vinna núna, er að gera "hundaskítspoka" sem ætti ekki að vera neitt mál en stundum veit maður ekki alveg hvað sölumenn eru að biðja um! Er komin í tíu útfærslur, ég meina halló, við erum að tala um poka sem hundaskítur fer í!!!

Takk í dag!

2 ummæli:

Becka sagði...

Sölumaður: Ester viltu setja þessa rosalega flottu, stóru ljósmynd á pokana? Sérðu hvað hún er flott, hún getur alveg verið í svart/hvítu!

*mynd: 5 hundar að gera þarfir sínar hingað og þangað*

Ester: Nei andskotinn hafi það, sérður ekki að þetta virkar aldrei. You f"#%&&(&$#%# *Hendir sölumanninum út*

Já.... dagur í lífi hönnunar hjá Plastprent.

Nikita sagði...

hahahaha og tekur engan enda! Begga, þú færð kannski fallegu ástapungapokana frá Þór. Góða skemmtun og ég sé þig á mánudag!