28. ágú. 2007

Update!

Nú er ég byrjuð og þetta gengur bara ágætlega. Er enn að komast inní hasarinn, líka að komast niður eftir síðustu viku. Gekk hræðilega í sálfræðiprófinu og ætla ekki einu sinni að ræða það hér.
Vil frekar tala um það hversu frábærir nemendurnir mínir eru og hvað mér líður einsog Unni Kolbeins... Þau eru stillt og prúð en þessi aldur er erfiður fyrir kynin. Ef það eru læti eða rifrildi þá eru það stelpur á móti strákum. Þeir eru leiðinlegir og þær eru leiðinlegar. Gelgjur! og ég brosi sætt.

Horfði að sjálfsögðu á Madonnu þáttinn í kvöld og hún fékk mig til að hugsa og tárast. Finnst hún frábær, algjör snilli. Ég las bókina hennar, Algjör milli, og ég er að hugsa um að lesa hana og reyndar bara allar hennar sögur fyrir bekkinn minn.

Helgin var ágæt, fór dáldið öðruvísi en það sem var búið að plana, einhverra hluta vegna tókst mér að læsa bíllykilinn inní bílnum og það kostaði tvo og hálfan tíma í hangs og 5000 kr. útaf visakortinu... en ég fékk þó að eyða hangsinu með mínum heittelskaða.

Þarf að finna góða tónlist til að mæta með í tímana, við erum ekki alveg að ná samkomulagi með tónlistarsemkk, þau vilja hlusta á FM 957 sem ég þoldi í 10 mín. setti þá minn frábæra disk Peter Gabriels og tónlist hans úr myndinni The Last Temptation of Christ. Það var ekki vel liðið. Kem bara með Madonnu. Þau vita að ég er aðdáandi, það hangir utan á mér lyklakippa sem ég fjárfesti í á tónleikunum.
Svo þarf ég að fara mæta í hælum, var útí frímó og sumir héldu að ég væri nýr nemandi.

En nú ætla ég að fara að sofa. Sakna barnanna minna helling. Sakna líka fleirum...

20. ágú. 2007

Komin í nefnd óumbeðin...

Þá er prófið hjá mr. steik búið. Það var einsog við var að búast, tóm steypa en ég klóraði mig í gegnum það. Svo var brunað á hið yndislega Kjalarnes og byrjað að púsla stundatöflu saman. En það vildi svo skemmtilega til að í hádegismatnum var kosið í skemmtinefndina og fékk ég þann heiður að vera í henni ásamt þremur öðrum. Ég bauð mig ekki fram, samstarfsfólki mínum finnst ég greinilega svona skemmtileg án þess að ég hafi mikið látið á því bera... en þið sem þekkið mig vitið að ég er skemmtileg. En mig langaði samt ekkert að fara í þessa skemmtinefnd, langar ekki einu sinni í skemmtiferðir þar sem að ég er hætt að skemmta mér... með áfengi!

Jæja, það þýðir ekkert að vera blogga, nú er það Piaget, Erikson og fleiri sem ég þarf að vita allt um.
Hlakka til þegar þessir næstu dagar eru búnir. Hlakka til að geta knúsað börnin almennilega. Hlakka til að fá næturgest um helgina.

Adios.

11. ágú. 2007

Sálfræði

Á að vera læra fyrir sálfræðipróf... elska Dr. Phil, vildi að ég gæti bara horft á hann og mætt í prófið! Vildi líka að ég væri niðrí bæ á gaypride og það vildi dóttir mín líka. En við erum hetjur, ég að læra og hún á skautanámskeiðinu og við vitum að það verður önnur gaypride á næsta ári.
Svo er fínt að setja inn svona vinabloggavæl. Ein vinkonan hringdi í mig í gær sem ég hef auðvitað alltaf verið á leiðinni að hringja í en aldrei gert, en þar sem að hún les víst bloggið mitt reglulega var hún ekkert að stressa sig, vissi ýmislegt sem ég var að gera svo hún þurfti ekkert að hringja... ég ætti kannski að hætta að blogga?

9. ágú. 2007

Hetja og vinskapur

Hún litla sæta dóttir mín er hetja. Hún er búin að mæta klukkan átta á morgnana til að fara á listskautanámskeið og þar púlar hún á svellinu en fær líka fræðslu og svo gera þau eitthvað meira t.d. að fara í sund. Klukkan fimm (jebb, 9 tímar) sæki ég hana og hún er alveg búin, svo þreytt og mikið krútt. Sofnaði svo uppí hjá mér rétt fyrir hálf tíu í gærkvöld. En það eru bara þrír dagar búnir, og hún fær að mæta á morgun og laugardag og sunnudag og já auðvitað alla næstu viku líka, takk fyrir. En þetta kallar á að fara æfa listskautadans og mér líst vel á það. (Sem betur fer eru þó æfingarnar bara 1x í viku)

Annars af mér þá koma pínu kvíðahnútar í mallann minn vegna nýja starfsins en ég næ sem betur fer að hrista þá af mér eins fljótt og þeir koma. Fékk líka skemmtilegt svar frá skólastjóranum en ég var bara láta hann vita að ég væri að komast í gírinn þótt að kvíðahnútar koma og bla bla bla. Hann svaraði: "Kvíðahnútar? Það er einhvern veginn ekki þú!" Þetta svar kom mér betur í gírinn. Fólk með svipaðan húmor og ég er greinilega að vinna þarna. :)

Og svo er ég einsog svo oft að velta fyrir mér vinskap. Geri það oft því gæinn minn á svo góða vini og þeir eru alltaf að hringjast á, öfunda þá. Mér finnst ég vera afskaplega vinafá, finnst ég ekki einu sinni eiga þessa góðu góðu bestu vinkonu. Dóttir mín spurði mig um daginn hver besta vinkona mín væri. Mér datt bara engin í hug! Glittaði í Höbbu og ég nefndi hana enda er hún frábær. Ég veit hvernig á að rækta vinskap og tel mig vera nokkuð duglega í því en fæ bara engin viðbrögð. Fyrir svona þremur árum síðan var ég í miklu sambandi við þrjár vinkonur. Ein var æskuvinkona, ein úr vinnunni og svo ein úr náminu. Allt frábærar stelpur og svo notalegt þegar þær hringdu í mig til að spjalla. En ég var samt eitthvað svo upptekin við heimilið og átti kannski erfitt með að hitta þær og svoleiðis. Hvað gerist svo! Ég verð ein og ákveð að í nýja lífinu skal ég sko passa uppá þessar stelpur. Hringja oft og bjóða í kaffi. Þetta var planið en ein flutti útá land og símtöl á dag urðu að nokkrum yfir árið, ein náði sér í gæja og ein ákvað að flytja til útlanda. Ég fór þá bara að gera eitthvað annað... knúsa börnin meira, taka til og læra!

En hún er komin heim frá útlandinu svo ég er sem betur fer ekki alveg ónýt!

7. ágú. 2007

Þetta hefði ég þurft að fá fyrir nokkrum árum...

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig.

Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.

Þetta hefði verið svo ég að gera eitthvað svona!

Það styttist i það að...

ég hætti í vinnunni
ég fái þrjá daga til að læra
ég byrji í nýju vinnunni
ég fari í próf hjá mr. steik
ég fari í steik í sálfræðiprófi
ég klári lokaverkefnið í fagmennskunni
ég verð fátækari en ég var
ég sofi ein á virkum dögum

takk fyrir það!

1. ágú. 2007

er að mála eldhúsið. Langar í flísar á gólfið en ætla að róa mig og bíða með það.
Ætla að chilla á föstudaginn í Miðdalnum með Höbbu, bara við tvær vinkonurnar. Hún ætlar að segja mér sögu af sér og ég er voða spennt en hún er víst rosa ástfangin.
Gleymdi að minnast þess að fyrir ári síðan, 29.júlí, var ég tónleikum með Madonnu! Alltaf gaman að rifja upp það ferðalag, var svo gaman hjá okkur.