28. ágú. 2007

Update!

Nú er ég byrjuð og þetta gengur bara ágætlega. Er enn að komast inní hasarinn, líka að komast niður eftir síðustu viku. Gekk hræðilega í sálfræðiprófinu og ætla ekki einu sinni að ræða það hér.
Vil frekar tala um það hversu frábærir nemendurnir mínir eru og hvað mér líður einsog Unni Kolbeins... Þau eru stillt og prúð en þessi aldur er erfiður fyrir kynin. Ef það eru læti eða rifrildi þá eru það stelpur á móti strákum. Þeir eru leiðinlegir og þær eru leiðinlegar. Gelgjur! og ég brosi sætt.

Horfði að sjálfsögðu á Madonnu þáttinn í kvöld og hún fékk mig til að hugsa og tárast. Finnst hún frábær, algjör snilli. Ég las bókina hennar, Algjör milli, og ég er að hugsa um að lesa hana og reyndar bara allar hennar sögur fyrir bekkinn minn.

Helgin var ágæt, fór dáldið öðruvísi en það sem var búið að plana, einhverra hluta vegna tókst mér að læsa bíllykilinn inní bílnum og það kostaði tvo og hálfan tíma í hangs og 5000 kr. útaf visakortinu... en ég fékk þó að eyða hangsinu með mínum heittelskaða.

Þarf að finna góða tónlist til að mæta með í tímana, við erum ekki alveg að ná samkomulagi með tónlistarsemkk, þau vilja hlusta á FM 957 sem ég þoldi í 10 mín. setti þá minn frábæra disk Peter Gabriels og tónlist hans úr myndinni The Last Temptation of Christ. Það var ekki vel liðið. Kem bara með Madonnu. Þau vita að ég er aðdáandi, það hangir utan á mér lyklakippa sem ég fjárfesti í á tónleikunum.
Svo þarf ég að fara mæta í hælum, var útí frímó og sumir héldu að ég væri nýr nemandi.

En nú ætla ég að fara að sofa. Sakna barnanna minna helling. Sakna líka fleirum...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég hugsaði sko um þig þegar ég var að horfa á Madonnu þáttinn í gær :o) ætlaði að hringja í þig og stríða þér heheh.. en hætti við það heheh.. jæja heyrumst/sjáumst vonandi fljótlega kv hilda

Nikita sagði...

haha, ég tók ekki símann á meðan enda Madonna... þarf ekki að segja meir!