20. ágú. 2007

Komin í nefnd óumbeðin...

Þá er prófið hjá mr. steik búið. Það var einsog við var að búast, tóm steypa en ég klóraði mig í gegnum það. Svo var brunað á hið yndislega Kjalarnes og byrjað að púsla stundatöflu saman. En það vildi svo skemmtilega til að í hádegismatnum var kosið í skemmtinefndina og fékk ég þann heiður að vera í henni ásamt þremur öðrum. Ég bauð mig ekki fram, samstarfsfólki mínum finnst ég greinilega svona skemmtileg án þess að ég hafi mikið látið á því bera... en þið sem þekkið mig vitið að ég er skemmtileg. En mig langaði samt ekkert að fara í þessa skemmtinefnd, langar ekki einu sinni í skemmtiferðir þar sem að ég er hætt að skemmta mér... með áfengi!

Jæja, það þýðir ekkert að vera blogga, nú er það Piaget, Erikson og fleiri sem ég þarf að vita allt um.
Hlakka til þegar þessir næstu dagar eru búnir. Hlakka til að geta knúsað börnin almennilega. Hlakka til að fá næturgest um helgina.

Adios.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og koma svo. Sálfræðin kemur og svo restin af námskeiðim og að lokum kemur prófskírteinið :) Kv. Sólveig

Nikita sagði...

ójá, ójá! þá verður kátt í höllinni :)

Becka sagði...

Hæhæ!
Gott að heyra að allt gengur vel, vonandi hefuru tíma til að koma í kaffi til okkar.

hmmm já skemmtinefndin, kannast við þessar óprútnu aðferðir til að lokka mann í þær. Þú getur þá kannski sent mér þínar hugmyndir og ég skal segja þér okkar :) (because we need it here!)

Plís plís komdu á morgun, ég er að deyja úr tjáningaleysi!
kv. Begga

Nafnlaus sagði...

já... var hægt að lokka þig í skemmtinefndina. hmh.. ekki tókst mér það :o/ heheh... vildi ég væri í vinnunni á morgunn til þess að hitta þig :o( en bara það belive me :o) en heyrumst fljólega miss u :o( kv HIlda

Nikita sagði...

ha ha, já rétt hjá þér Begga, óprútnar aðferðir. Auðvitað kem ég á morgun, vona að það sé samt í lagi um tvö :) og Hilda, þú kemur bara líka í heimsókn hahahahah