9. ágú. 2007

Hetja og vinskapur

Hún litla sæta dóttir mín er hetja. Hún er búin að mæta klukkan átta á morgnana til að fara á listskautanámskeið og þar púlar hún á svellinu en fær líka fræðslu og svo gera þau eitthvað meira t.d. að fara í sund. Klukkan fimm (jebb, 9 tímar) sæki ég hana og hún er alveg búin, svo þreytt og mikið krútt. Sofnaði svo uppí hjá mér rétt fyrir hálf tíu í gærkvöld. En það eru bara þrír dagar búnir, og hún fær að mæta á morgun og laugardag og sunnudag og já auðvitað alla næstu viku líka, takk fyrir. En þetta kallar á að fara æfa listskautadans og mér líst vel á það. (Sem betur fer eru þó æfingarnar bara 1x í viku)

Annars af mér þá koma pínu kvíðahnútar í mallann minn vegna nýja starfsins en ég næ sem betur fer að hrista þá af mér eins fljótt og þeir koma. Fékk líka skemmtilegt svar frá skólastjóranum en ég var bara láta hann vita að ég væri að komast í gírinn þótt að kvíðahnútar koma og bla bla bla. Hann svaraði: "Kvíðahnútar? Það er einhvern veginn ekki þú!" Þetta svar kom mér betur í gírinn. Fólk með svipaðan húmor og ég er greinilega að vinna þarna. :)

Og svo er ég einsog svo oft að velta fyrir mér vinskap. Geri það oft því gæinn minn á svo góða vini og þeir eru alltaf að hringjast á, öfunda þá. Mér finnst ég vera afskaplega vinafá, finnst ég ekki einu sinni eiga þessa góðu góðu bestu vinkonu. Dóttir mín spurði mig um daginn hver besta vinkona mín væri. Mér datt bara engin í hug! Glittaði í Höbbu og ég nefndi hana enda er hún frábær. Ég veit hvernig á að rækta vinskap og tel mig vera nokkuð duglega í því en fæ bara engin viðbrögð. Fyrir svona þremur árum síðan var ég í miklu sambandi við þrjár vinkonur. Ein var æskuvinkona, ein úr vinnunni og svo ein úr náminu. Allt frábærar stelpur og svo notalegt þegar þær hringdu í mig til að spjalla. En ég var samt eitthvað svo upptekin við heimilið og átti kannski erfitt með að hitta þær og svoleiðis. Hvað gerist svo! Ég verð ein og ákveð að í nýja lífinu skal ég sko passa uppá þessar stelpur. Hringja oft og bjóða í kaffi. Þetta var planið en ein flutti útá land og símtöl á dag urðu að nokkrum yfir árið, ein náði sér í gæja og ein ákvað að flytja til útlanda. Ég fór þá bara að gera eitthvað annað... knúsa börnin meira, taka til og læra!

En hún er komin heim frá útlandinu svo ég er sem betur fer ekki alveg ónýt!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæbbs, hvernig væri að við verðum duglegri að hittast? hmmmm.... er alveg að fara flytja og þá er ég með barnapíu. jíbbí.... :)

kv. Inga

Nikita sagði...

Hmmm, já Inga, ég væri til! En ha, flytja, aftur, barnapía, önnur???

Nafnlaus sagði...

nei er bara ennþá á leiðinni að flytja upp í mosó :) tekur allt sinn tíma skiluru! en verðum vonandi komin inn um helgina ;)