29. júl. 2007

Allt fyrir ástina...

Mér finnst hann æði, heyrði lagið í útvarpinu og það er svona Palli, sem gerir allt fyrir ástina. En ég fæ ægilegan kjánahroll þegar ég sé þetta myndband!
Er þetta gott og flott eða er þetta hörmung?
Ég er að velta því fyrir mér hvort Palli sé að gera einhvert grín með þessu?

28. júl. 2007

Æi, veit ekki hvað ég á að skrifa hér... annars

jibbí...búin að skila inn hópverkefninu. Þetta tók okkur tvær vikur og þrjá hittinga. Gat samt byrjað að mála baðherbergið í dag og er að fara næstu umferð yfir það. Svo byrja ég á eldhúsinu, kannski í nótt, kannski bara á morgun. Næsta vika verður skrítin, ég mun BARA mæta í Plastprent og svo get ég bara farið eitthvert og klórað mér í bumbunni... engin börn og engar jksafojsdd skúringar. Geggjað! Ætla samt að reyna og ég endurtek reyna að vera dugleg í lærdóminum. Tvö próf og eitt lokaverkefni. Kvíður rosa fyrir einu prófinu... verð því að vera dugleg.

En áfram með málninguna. Langar svo síðan í bað, ætli það sé í lagi? Æi, það verður bara volgt og opin gluggi og opið fram!

25. júl. 2007

Arg...

Er uppí vinnu að prenta út. Algjörlega óþolandi að vera standa í einhverju hópverkefni á þessum tíma. Hann er svo lengi þessi prentari, væri fljótari að pikka þetta inn sjálf á gömlu ritvélinni.
Annars reyni ég að gera eitthvað með krökkunum í fríinu, t.d. að fara í sund... og svo búið. Svo erum við að passa gullfisk og annan hamstur, hann Eld. En þeim Plútó tókst aðeins að kítast með þeim afleiðingum að Eldur fékk sár á augað og er núna hjá dýralækni sem er að sauma hann. Frábært. Það er alveg á hreinu að ég mun ekki taka að mér að passa dýr fyrir aðra.

Adios.

24. júl. 2007

Sumarfrí

og ég ÞARF að læra!

13. júl. 2007

Hvað á ég að gera um helgina?

Hef ekki hugmynd hvað ég á að gera um helgina með krökkunum. Langar uppí bústað og liggja í leti en ég á einn 12 ára gutta sem vill bara fara ef vinur fær að koma með. Nóg að gera heima, er búin að vera á leiðinni alla vikuna að taka eldhúsið mitt í gegn, ég gæti gert það. Gæti líka tekið niður skrifborð í vinnunni (sem búið er að gefa mér) sett það upp heima og byrjað að læra eitthvað að viti... var reyndar að sjá að ég á ekki að skila lokaverkefninu fyrir en 24. ágúst, hélt það væri núna í lok júlí svo það er voða notalegt. Er líka orðin dáldið þreytt á einkunninni 8,5 en ég var að fá hana enn eina ferðina enn fyrir eitt verkefnið mitt um fagmennsku kennara. Ætla reyna að fá meira fyrir lokadótið :)

æi ég veit ekkert, langar helst að gera ekki rass, bara liggja yfir sjónvarpinu hmm, já kannski geri ég það bara!

En ég nenni sko ekki að fara gera það sem ég þarf að fara að gera hér í vinnunni, kartöflupokar.... arggg.

12. júl. 2007

Snillingur!

Fékk æði fyrir Alanis Morissette um daginn. Vínkonur mínar hlustuðu mikið á hana á sínum tíma en ég féll ekkert. En núna finnst mér þessi kona frábær. Hefur reyndar alltaf fundist myndböndin hennar snild en þetta er ALGJÖR SNILD hjá henni!

Las þetta svo um snildina inná Wikipedia, Alanis Morissette covered the song in 2007, seemingly as an April Fools' Day prank, although she has not confirmed this.[6] In contrast to the original "My Humps", Morissette's cover is performed slowly and in the style of a ballad, with only a piano accompanying the vocal. On April 2, a video in which Morissette parodies Fergie's dancing moves in the original "My Humps" music video was added to the website YouTube. By April 3, the video was the most viewed on Technorati,[7] and it was viewed 4 million times six days later.[6] The Associated Press wrote that Morissette's "quiet, somber version only highlights the ridiculousness of Fergie's original lyrics".[8] The video has been hosted on Morissette's official website. TIME stated that the parody proved that Morissette "under[stands]" irony, in reference to her hit single, Ironic. On April 15, Fergie confirmed to E! News that she thought that the cover was "hilarious", and "genius". Fergie also said that she sent Alanis a cake in the shape of a "derriere".

9. júl. 2007

Samningur, ráðningarsamningur!

Ágætu lesendur, ég er búin að skrifa undir ráðningarsamning við Klébergskóla sem er á hinu yndislega Kjalarnesi.

Er enn að átta mig á þessu, gerðist eitthvað svo hratt. En ég er glöð þrátt fyrir að lækka um heilan helling í launum en svei mér þá, ég held ég verði bara skemmtilegur og góður kennari og hlakka rosa til.

Er bara ekki enn búin að ákveða hvort ég eigi að taka fjórða bekk eða sjöunda bekk. Skólastjóranum fannst ég vera rétti karakterinn í sjöunda bekkinn, kannski er eitthvað til í því.

Ætla aðeins að klóra mér í hausnum með þetta. Spyr bara börnin mín, þau eru jú að fara í fjórða og sjöunda!