13. júl. 2007

Hvað á ég að gera um helgina?

Hef ekki hugmynd hvað ég á að gera um helgina með krökkunum. Langar uppí bústað og liggja í leti en ég á einn 12 ára gutta sem vill bara fara ef vinur fær að koma með. Nóg að gera heima, er búin að vera á leiðinni alla vikuna að taka eldhúsið mitt í gegn, ég gæti gert það. Gæti líka tekið niður skrifborð í vinnunni (sem búið er að gefa mér) sett það upp heima og byrjað að læra eitthvað að viti... var reyndar að sjá að ég á ekki að skila lokaverkefninu fyrir en 24. ágúst, hélt það væri núna í lok júlí svo það er voða notalegt. Er líka orðin dáldið þreytt á einkunninni 8,5 en ég var að fá hana enn eina ferðina enn fyrir eitt verkefnið mitt um fagmennsku kennara. Ætla reyna að fá meira fyrir lokadótið :)

æi ég veit ekkert, langar helst að gera ekki rass, bara liggja yfir sjónvarpinu hmm, já kannski geri ég það bara!

En ég nenni sko ekki að fara gera það sem ég þarf að fara að gera hér í vinnunni, kartöflupokar.... arggg.

2 ummæli:

La profesora sagði...

Sko þig. Ég fékk bara 7,5 fyrir verkefni 2 í Fagmennskunni:(
Og er ekki enn búin að fá einkunn fyrir verkefni 1.
Arg

Nikita sagði...

Í alvöru... frábært... ég er klár... hahahah
það er enginn búin að fá fyrir verkefni 1.