9. júl. 2007

Samningur, ráðningarsamningur!

Ágætu lesendur, ég er búin að skrifa undir ráðningarsamning við Klébergskóla sem er á hinu yndislega Kjalarnesi.

Er enn að átta mig á þessu, gerðist eitthvað svo hratt. En ég er glöð þrátt fyrir að lækka um heilan helling í launum en svei mér þá, ég held ég verði bara skemmtilegur og góður kennari og hlakka rosa til.

Er bara ekki enn búin að ákveða hvort ég eigi að taka fjórða bekk eða sjöunda bekk. Skólastjóranum fannst ég vera rétti karakterinn í sjöunda bekkinn, kannski er eitthvað til í því.

Ætla aðeins að klóra mér í hausnum með þetta. Spyr bara börnin mín, þau eru jú að fara í fjórða og sjöunda!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahérna......það eru aldeilis fréttir sem maður fær í sumarfríinu...Þú bara að hætta í P.P. Gangi þér rosalega vel í nýja starfinu Ester mín, það er búið að vera gaman að vinna með þér.
kveðja
Elena

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýja starfið.

La profesora sagði...

En spennó. Prófa að vera kennari og svona :) Þetta verður gaman hjá þér. Taktu 7. bekkinn frekar... held ég.
Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

það verður mikill söknuður hérna meginn :o( en innilega hamingju óskir með nýja jobbið.kv HIlda