28. jún. 2007

Bíóferð

Fyrir einhverjum 19 árum síðan fór ég í bíó með Sólveigu. Austurbæjarbíó sem var okkar hverfisbíó, alltaf svo gaman hjá okkur bæði á leiðinni í bíóið og úr því. Ef við vorum orðnar og seinar þá gerðum við dyrabjölluat til að fá okkur til að hlaupa.... en já, við fórum s.s. í eitt skiptið á Die Hard og vááá við gátum varla gengið heim. Hjartað sló hratt alla leiðina heim. Í gærkvöld endurtók þetta sig nema núna fór ég með Jens og á Live Free or Die Hard. Hólí mólí... geðveikt gaman. Allur pakkinn í henni, mæli með henni.
Svo vona ég að Raggi fyrirgefi mér fyrir að hafa ekki heilsað sér þarna í bíóinu en ég bara var ekki viss hvort þetta væri hann því þessi sem ég sá var búin að raka allt hárið af sér og mér fannst það ekki Ragga líkt. Hélt líka bara að hann myndi heilsa mér því ég hef ekkert breyst síðan ég sá hann síðast. Nú svo getur vel verið að þetta hafi bara ekki rass verið Raggi og ef ekki þá var þetta tvífari hans.

En ég er orðin spennt fyrir morgundeginum að hitta krakkana og fara í bústað og vera í vikuleti með þeim sem mér líður best með!

Hafið það gott á meðan ágætu lesendur.

Engin ummæli: