18. mar. 2009

Örlög og sambýliskona!

ætli lífið sé skrifað fyrir mann? getur verið að það sé búið að plana allt saman? Ég er farin að halda það...

Eftir allan þennan hasar síðustu mánuði þá vil ég bara láta ykkur vita kæru lesendur, að ég hef eignast sambýlismann, og hann kallaði mig sambýliskonu í gær. Mér líst reyndar betur á að vera kölluð kærasta. Honum, sambýlismanninum mínum, fannst hitt miklu flottara og skemmtilegra.
En já, það er spurning hvort samband okkar séu einhver örlög, að það eigi að gerast og eigi að vera.

Dóttir mín er sko mjög ánægð með þennan "nýja" sambýling og heldur að með henni fylgir brúðkaup og lítil systir! Hún veit sjálfsagt ekkert hvað það þýðir fyrir hana að eignast lítið systkin...

Tútelú!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nohhh þú þarft greinilega að fara kíkja til mín í kaffi og ná í trefilinn þinn :)
og kannski fljótlega bara?
kv. Inga Hrönn

Nikita sagði...

:) já þú mannst, er alltaf að bíða eftir formlegu boði!

Nafnlaus sagði...

Það hlaut að vera.... hann er sem sagt að fela sig hjá þér!!

:)
en til lukku með sambýlismanninn...er hann ekki kærasti líka?

kv. Eva

Nikita sagði...

hmmm, hvurslags spurning er þetta Eva? Ég vissi ekki að ég þyrfti að taka það fram...

jeg sagði...

Gaman að heyra mín kæra. En veistu Það er einhvernveginn meiri alvara í þvi að vera í sambúð en vera bara kæró. Er þaggi ? En kannski vill maður bara halda í ungdóminn í sér og eiga kærasta hehehee.....í stað unnusta eða sambýlismanns !
Engu að síður vona ég að þetta gangi vel og já stúlkan veit ekki hvað hún er að byðja um hehehehe....en þú ert nú ekki fallin á tíma enn er það?
Knús og kossar úr sveitinni. <3

Nafnlaus sagði...

Já það er rétt. formlegt boð. hmm viltu hringingu eða sms? :)

Nafnlaus sagði...

kv. Inga, gleymdi víst að setja nafnið mitt :)