19. feb. 2009

Vellíðan

Rosalega er ég eitthvað glöð á ánægð þessa dagana. Margt að gerast og já einsog svo margir vita, margt búið að gerast. Ég er á fullu í skólanum, búin að taka 6 einingar af mér og það er mikill léttir. Mæti í hverri viku í Víkurskóla sem er frábær að mínu mati og þar er ég að stússast í eldhúsinu með Fríðu matreiðslukennara. Og ég er ekkert smá heppin að hafa hana sem leiðara.
Ég held bara að ég sé loksins búin að ákveða hvað ég gæti hugsað mér að vinna við í framtíðinni, matreiðslukennari. Held að ég muni líka standa mig mjög vel sem slíkur.

Ég ætla svo að fara á árshátíð Kennó á morgun, hef boðið bekknum heim á undan og hlakka mikið til.

Sumir halda áfram að reyna ná mér aftur og gengur það bara þokkalega vel. Ekki átti ég von á því að líða svona vel einsog mér líður í dag, fyrir nokkrum mánuðum síðan. En bara gaman að sjá hvað fólk leggur á sig til að láta sér líða betur og lifa ekki í sjálfsblekkingu og sjá ekkert nema sjálfa sig.
Það væri gaman að setja ægileg heitin upp sem kvikmyndahandrit en ég held þess þurfi ekki, veit að ég væri auðvitað aðalmanneskjan, þessi fallega, hjartgóða, ljúfa skvísa sem vil öllum vel.

Adios.

6. feb. 2009

34 ára

já, ég á víst afmæli í dag og líður bara vel. Finnst alltaf einsog ég sé 20 ára og lít meira að segja betur út í dag en fyrir 14 árum síðan.

En ég fékk köku í morgunmat, mjög gaman því börnin eru hjá pabba sínum og maður vaknar einn.

Svo er gaman að vera á feisinu og fá helling af kveðjum en ég held að þessi skeri sig úr.

Tútelú!

3. feb. 2009

þoli ekki þriðjudaga. Er í tíma til fimm og svo magadans klukkan sjö og ég nenni ekki að keyra heim til að fara strax aftur út... þarf s.s. að fara muna að taka með mér tölvuna svo ég geti drepið tímann uppí skóla. En ég gerði það ekki núna heldur talaði við mjög fallegan gaur í síma sem btw. sagði mér bara að hangsa uppí skóla og blogga eitthvað sniðugt. Ég ákvað að fara bara heim að blogga og baka auðvitað og þá er ég í raun að læra :) en ég ætla að beila á danstíma í kvöld, dansa bara heima enda á ég þrusu góðar græjur núna!