19. feb. 2009

Vellíðan

Rosalega er ég eitthvað glöð á ánægð þessa dagana. Margt að gerast og já einsog svo margir vita, margt búið að gerast. Ég er á fullu í skólanum, búin að taka 6 einingar af mér og það er mikill léttir. Mæti í hverri viku í Víkurskóla sem er frábær að mínu mati og þar er ég að stússast í eldhúsinu með Fríðu matreiðslukennara. Og ég er ekkert smá heppin að hafa hana sem leiðara.
Ég held bara að ég sé loksins búin að ákveða hvað ég gæti hugsað mér að vinna við í framtíðinni, matreiðslukennari. Held að ég muni líka standa mig mjög vel sem slíkur.

Ég ætla svo að fara á árshátíð Kennó á morgun, hef boðið bekknum heim á undan og hlakka mikið til.

Sumir halda áfram að reyna ná mér aftur og gengur það bara þokkalega vel. Ekki átti ég von á því að líða svona vel einsog mér líður í dag, fyrir nokkrum mánuðum síðan. En bara gaman að sjá hvað fólk leggur á sig til að láta sér líða betur og lifa ekki í sjálfsblekkingu og sjá ekkert nema sjálfa sig.
Það væri gaman að setja ægileg heitin upp sem kvikmyndahandrit en ég held þess þurfi ekki, veit að ég væri auðvitað aðalmanneskjan, þessi fallega, hjartgóða, ljúfa skvísa sem vil öllum vel.

Adios.

Engin ummæli: