11. sep. 2008

Lestur

Þegar ég byrjaði í skóla, sex ára, hlakkaði mig rosa til einsog svo mörgum öðrum krökkum. En svo fannst mér bara ekkert gaman og ástæðan var sú að ég var læs og hundleiddist þegar kennarinn var að útskýra fyrir samnemendum mínum stafinn a. Mamma var heldur ekki sátt og margt var rætt, á að færa hana uppum einn bekk eða setja gáfaða barnið í Ísaksskóla. Seinni kosturinn var tekin og man ég ekki betur en ég hafi verið með bros á vör þau tvö ár sem ég var þar. Svo tók Hlíðaskóli við og þá varð þetta erfiðara og leiðinlegra. Ég allavega hætti að lesa, hef bara lesið þegar ég þarf að lesa. En ég hef gert margar tilraunir til að byrja á einhverri skáldsögunni eða barnasögunni en alltaf getað lagt hana frá mér. Allir í kringum mig eru alltaf að lesa, ma og pa, systa, amma og afi, börnin og svo á ég kærasta sem klárar stundum bók á einum degi.
Ég ákvað í sumar að gera aðra tilraun og það tókst. Las tvær bækur og er á þriðju núna, henni Bíbí sem ég varla get lagt frá mér.
Veit ekki hvað gerðist, kannski er ég svo forvitin og því hennta sjálfsævisögur mér frekar en aðrar...

Jæja, ætla að fara og lesa!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannast við þetta, sko þegar ég var að byrja í skóla... ég var læs EN ég las allt á hvolfi!!
Þannig að ég fékk smá athygli með það og smá kennslu en svo var ég bara geymd útí horni með andrés blað!!

kostur að eiga bróður sem er tveimur árum eldri og var að æfa lesturinn hinu meginn við borðið??

kv.Eva

Nikita sagði...

Hahahah, Eva, þú ættir að lesa Bíbi, þið eigið þetta sameiginlegt!