14. sep. 2008

Hrútafjörður, here I come!

Ótrúlegt að ég sé búin að láta plata mig að Reykjum í Hrútafirði með 7.bekk Klébergsskóla. Þegar ég fór síðast fyrir um ári síðan langaði mig helst aldrei aftur þangað. En já, Siffa krútt er að fara með sinn bekk og ekki á dagskránni að endurtaka leikinn og senda hana eina með hópinn, svo ég ákvað að vera henni til aðstoðar, í þrjá daga. Hún er líka svo frábær og margt hægt að læra af henni og þar sem að ég er nú kennarafræðum ætti ég að geta grætt eitthvað á þessu.
Ég er auðvitað með opin huga og jákvæð... ef ég hefði ekki fengið aðstoð í síðustu ferð hefði ég verið sótt með sjúkrabíl. Úff, vil bara helst ekki rifja þá viku upp.

Ætla að borða ís núna með fallegu börnunum mínum áður en pabbi þeirra kemur.
Svo fer ég bara að pakka.

2 ummæli:

Sívar sagði...

ÞÚ munt standa þig eins og hetja

Nikita sagði...

Takk ástin :)