21. jan. 2008

Vikan búin og ekkert nýtt að frétta. Ný vika framundan og aldrei að vita hvað gerist.
Það er allavega alveg á hreinu að eitt mun EKKI gerast hjá mér hvorki í þessari viku né á ævinni að ég byrji á Herbalife! Arg, pirruð, hvað get ég gert. Ætla að fá mér ís sem ég á víst inní frysti...

14. jan. 2008

Systra spádómur

Mikið er maður ónýtur ef tölvan bilar. Vona að Jóhann geti lagað hana, á reyndar ekki von á öðru. En þangað til að ég fæ hana aftur fór ég og rændi tölvunni frá ma og pa. Netið virðist ekki virka hjá þeim og þar sem að þau geta verið án hennar var það ok.
Atvinnumálin ganga ekkert rosa vel, kannski af því að ég ætla að vera pikkí núna, finna draumstarfið... og fór í dag á ákveðinn draumastað og kynnti mig og nú er bara að bíða. Er annars að fara í viðtal á morgun, stafræn prentþjónusta á 105 svæðinu, langar samt meira í eitthvað annað. Var að tala við systur mína áðan, spákonu. Hún heldur að hún sé með spádómshæfileika og skyggnigáfu, það getur vel verið, annars dró hún tvö spil og hún sá ekki betur en að í þessari viku myndi margt gerast. Eitthvað endar og nýtt tekur við! Er að fara í klukkutíma nudd á föstudaginn í bláa lóninu... vá hvað það verður yndislegt og vona að ég verði orðin settleg fyrir þann tíma svo hægt sé að nudda þessari óvissu og rótleysi úr mér. Þangað til ætla ég að halda áfram í leit að draumastarfinu, díla við þunglyndisstofnun Reykjavíkur (vinnumiðlun), fara í magadans, box og kannski klifurhúsið líka bara.

Adios!

7. jan. 2008

Hvað skal gera?

Hitti mömmu í gær og hún sagði með pirringsrödd: Þú verður að fara ákveða þig hvað þú vilt gera. Þú veist ekkert hvort þú eigir að stíga í hægri fótinn eða vinstri hvað þá báða.

Ég verð að fara finna mig...

Er búin að sækja um vinnu, í faginu, skrifstofu og svo kennarastöðu sem mér reyndar stóð til boða en hver getur verið í 50% starfi?

Arg,... óþolandi ástand.