23. sep. 2007

Ferðalag

Klukkan er rétt yfir sjö. Tómt í koti mínu. Allir farnir. Ég fer líka bráðum út, niðri í kennó og klára verkefni með fleirum. Svo í fyrramálið fer ég lengra en stakkahlíð, lengra en kjalarnes. Ég er að fara í Hrútafjörðinn með bekkinn minn. Það verður svaka stuð í fimm daga takk fyrir. Á ekki von á öðru en að liggja undir sæng svo næstu helgi og safna kröftum fyrir vikuna þar á eftir. Ég mun ætlast til þess að minn heittelskaði verði hress og þjóni mér frá A-Ö.

17. sep. 2007

er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að breyta til...
gera eitthvað sem er ekkert svo krefjandi... t.d. að vinna á kassa í bónus eða kannski í lush og fá ódýrari baðbombur.

mér finnst ég alltaf þurfa að flækja líf mitt einmitt þegar það er í fínu lagi.

segi bara einsog bangsímon: hugs hugs!


best að halda áfram að læra, skrifar hún með fýlusvip!

11. sep. 2007

Vildi bara láta ykkur vita þið sem ekki vitið þetta en ég á fræga nöfnu. Hún þekkist kannski betur undir nafninu Madonna. Er að spá í að bæta því nafni við mitt nafn, ætli mannanafnanefnd leyfi það?

9. sep. 2007

Á ég að skrifa eitthvað?

Já er það ekki bara...

Allt gott að frétta af mér, alltaf nóg að gera. Er að skipuleggja vikuna, nei ég meina haustið, endalaus verkefnaskil fyrir skólann og svo auðvitað skipuleggja nám 7.bekkjar.

Nenni ekki að tala um skóla. Krúttin mín öll þrjú farin. Svo er mín kæra systir að flytja á Keili með hele familien!

Veit ekkert hvað ég á að skrifa hérna, hvað þið ágætu lesendur vilja lesa. Set því bara auglýsingu hér í staðinn:




Þessar myndir og fleiri er hægt að fara og skoða í Galleri Auga fyrir Auga á Hverfisgötu 35. Christopher Taylor, maður frænku minnar, er á bak við þær. Sýningin mun standa til 29. september og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14-17.

4. sep. 2007

ohh, ég er svo þreytt, svo slöpp, á eitthvað svo bágt, er í staðlotu, langar að láta faðma mig, langar að faðma.

over and out!