18. jan. 2007

já, alveg rétt, ég er víst í námi líka...

og þá þarf maður að gera heimavinnu sína! Og hvað er ég búin að vera að gera? Reyna að finna út þennan hafsjó sem fjarnám KHÍ stendur fyrir... arg... hef reglulega farið inná þessi fjögur kerfi sem maður þarf að fylgjast með en ég varla skil neitt. Svo hringir hún yndislega Silla í mig og spyr hvort ég sé ekkert að læra! Því sat ég fyrir framan tölvuna í gærkvöld og píndi mig til að setja mig inní þetta, allavega eitt kerfið. Og í kvöld ákvað ég að setja mig inní Elgginn og það gekk svona la la.
Elggurinn er rafmappan mín, skil ekki alveg why, en ekkert mál, set mig inní það svo ég nái nú áfanganum, vonandi!

En hvað gerði ég á meðan ég var að komast inní Elgginn? :) Litaði á mér hárið og ég er stórslys eftir það. Gleymi því oft hvernig ég er með málningu og háraliti. Vona að engin taki eftir öllum slettunum sem eru á hálsinum, eyrunum og kinnum.
Verð allavega með slegið hárið á morgun, smá tilbreyting. En það er kannski of grunsamlegt og fólk fer að skoða mig betur...

æi ég er sybbin, ætla halda áfram að skoða KHÍ hafið!

Engin ummæli: