17. jan. 2007

Pælingar dagsins.

Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Dettur ekkert í hug enda fátæk. Gæti athuga hvað væri hægt að gera frítt í Reykjavík einsog hann gerði í 30 days þættinum sem ég sá um daginn. Fengið fría leiðsögn um Íslandsbankann eða eitthvað álíka... en svo komst ég af því að það er bóndadagurinn á föstudag. Hmm, var látin vita að ég yrði að vera góð við gæjann, nudda hann og svoleiðis en það er bara ekkert nýtt. Ég er oftast voða góð við hann og öfugt svo ég verð að hugsa, spá og speglúra hvað ég gæti nú gert fyrir hann, við hann og með honum þennan dag. Vona auðvitað að hann verði ekki upptekin en það gæti verið svo bóndadagurinn færist bara yfir á laugardaginn í staðinn.

Er líka að pirrast dáldið yfir þessari auglýsingu á isb.is þar sem að það er víst eins einfalt og drekka vatn einsog að eiga afganginn. Ætti þetta ekki frekar að vera "geymdu afganginn" eða "sparaðu afganginn".
Á ég ekki þennan afgang fyrir?

Engin ummæli: