23. jan. 2007

hmm, til útlanda... ekki til útlanda

Árshátíð vinnustaðar míns er í byrjun maí og það á að halda hana í Lettlandi. Mjög spennandi og skemmtilegt. Ég var mjög spennt þegar ég frétti af þessu stuttu eftir að ég byrjaði þarna og sá bara fyrir mér frábæra helgi, djamm og skoðunarferðir og kúra í risa rúmmi með gæjanum á flottu hóteli. En svo byrjaði ég í skólanum og hann tekur sinn tíma og svo er ég enn að læra að fara með peningana mína svo ég hafi efna á... einhverju, einhvern tímann og þó að fyritækið borgi hluta þá eyðir maður samt alltaf helling. Ég þarf reyndar bara að fara í gegnum flugstöðina og þá er ég í mínus 10000. Svo kostar fyrir makan og bla og bla. Ég varð bara hálfringluð og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Hérna heima er þessi fallegi baukur, skreytur Mæjorka en það er draumastaður barnanna og hann er ekkert að fyllast þar sem að móðir þeirra er alltaf að eyða í utanlandsferðir fyrir sjálfa sig. (Þrjár í fyrra)
Ég ákvað að hinkra aðeins með þetta, að taka ákvörðun um þessa annars ágætu utanlandsferð og fór í að skipuleggja námið betur og þá kemst ég að því að árshátíða helgina er staðlota. FRÁBÆRT. Nú þarf ég víst ekki að hugsa meira um þetta.
En mig langar að fara, ég, Berglind og Hilda búnar að velta okkur uppúr snildar skemmtiatriði.

En einsog einn sem ég hitti oft segir alltaf: Maður fær ekki allt sem maður vill!

4 ummæli:

Unknown sagði...

Lettland er svo odyrt land ad thu grædir bara a thvi ad fara thangad:D:D Hofy sys var thar um daginn i viku og kom heim 50.000 kall i plus hihihi....

En annars ertu farin ad asækja mig i draumi thannig ad eg verd vist ad fara ad gefa mer tima til ad hitta thig:D:D Eg hringi i næstu viku thegar ad eg kem heim

Hilsen fra Danmark.
Habba

Nikita sagði...

Við skellum okkur þá bara til Lettlands enda góðir ferðafélagar...

vona að þú getur fjárfest fyrir mig í "dótinu" á leiðinni heim!

Nafnlaus sagði...

Audvitad man eg eftir thvi, er ju ari yngri en thu og thvi ekki farin ad kalka eins mikid hihi...

Eitt karton af othverra!!! coming up.

En eins og thu serd er erfitt ad skrifa islensku a stupid danskt lyklabord.

chao Habba:D:D:D

Nikita sagði...

Takk skal du ha og hade f.... bra!