1. des. 2006

Stolt!

Í gær fór ég á tónleika í Söngskólanum sem dóttir mín er í. Hún er svo sæt og dugleg og nýtur sín svo í söngnum. Mér fannst þetta vera lítið mál fyrir hana að fara uppá svið og syngja tvö lög og ég var að springa úr stolti á meðan. Þegar ég var 7 ára byrjaði ég í píanótímum og var ekki áhugasöm. Og þegar tónleikar voru var ég svo stressuð og vildi helst sleppa að mæta á þá. Þegar ég var 14 ára fékk ég loks að hætta. Ég sé auðvitað eftir því í dag einsog margir sem hætta einhverri iðju þegar unglingaveikin tekur völdin hjá manni.

Svo áðan hér í vinnunni kom einn sölufulltrúinn til mín með gulrætur í poka. Í poka sem ég gerði og ég varð voða stolt. Alltaf svo gaman þegar maður fær hrós fyrir vinnu sína. Ég gerði nokkrar tillögur af hönnun og sú sem varð fyrir valinu var að mínu mati einmitt sú sem ég hefði alls ekki valið. En ég er sátt og ánægð enda kemur þetta mjög vel út.

Finn á mér að þetta verði yndislegur dagur, líka dagurinn á morgun, líka hinn og já bara allir framtíðardagar!

Gaman væri ef ég, allir og allt væri alltaf svona jákvætt.

Takk í dag :)

Engin ummæli: