29. nóv. 2006

Hitt og þetta 2

Ég verð bisí um helgina. Mér er boðið í afmæli Rannsóknaþjónustu Háskólans og held að það verði mjög gaman. Búið að bjóða fyrrverandi starfsmönnum hennar svo ég er bara spennt að hitta þau öll. Það var svo gaman að vinna þar, allir svo skemmtilegir. Ég hætti reyndar árið ´98 en hef verið með annan fótinn þar í skúringafötunni. Sá albúm þar eitt skiptið þegar ég var að skúra og fékk hálfgert sjokk þegar ég sá sjálfa mig. Ég lít út fyrir að vera 10 árum yngri í dag :).

En það er samt einsgott að passa sig, drekka ekki of mikið því á laugardag fer ég í Karen Millen kjólinn sem systir mín gaf mér, enda hún búin að nota hann tvisvar og þá er hann ekki lengur flottur, skutlast svo á Fjörukránna og snæði þar með vinnunni þennan týpíska jólahlaðborðsmat sem ég er ekki spennt fyrir. Vil bara láta þjóna mér þegar ég fer út að borða, ekki standa í biðröð til að hlaða á diskinn og svo geta allir fylgst með hversu oft maður fer... en það verður áfengi þar líka og ég er ekki dugleg að drekka tvö kvöld í röð. Svo er hún Hilda líka að reyna fá okkur með sér á Players eftirá en þar er hin eina sanna Sigga Beinteins að syngja. Sálin er kvöldinu á undan og Í svörtum fötum er helgina á eftir en það er svo sem ágætt, það verður þá ekki troðið... ef það er einhvern tímann troðið á players.

Svo er ég búin að sækja um í kennó á ný, bara svona í gamni þar sem að ég er ekki enn búin að klára hjúkrunarfræðina, en kannski verð ég heppin núna. En mín yndislega systir, sem er í kennó, ákvað að forvitnast um það hvers vegna ég hefði nú ekki komist inn í vor, ræddi um þetta við námsráðgjafann sem sagði að það hefðu svo margir sótt um svo þeir hefðu verið með einhverjar dillur og farið því eftir menntun. Og þar sem að ég var ekki búin að tilkynna henni það að ég væri að sækja um á ný hélt hún að hún væri að gefa mér upp leyndarmál. Að kennó ætlar að taka inn nemendur um áramót og það vissu mjög fáir um þetta. Hún var á leiðinni til mín með umsóknareyðublað og láta mig sækja um á ný. Ég sagði henni að þetta væri ekkert leyndó, ég hefði fengið bréf og þetta væri auglýst á netinu og að ég væri búin að sækja um. Hún varð dáldið sár en ég sagði við hana að stundum verður maður að gera hlutina sjálfur og ég ætlaði bara láta hana vita þegar ég fengi svar. Hún vill manni vel, allt fyrir mann gera en mér leið mjög vel að gera þetta bara svona. Var smá efins með það að sækja um og það var bara vegna peningaskorts og svo auðvitað hvort að mig langi enn til að fara kenna fagið. Kemur allt í ljós!

Jólaskapið er svo komið. Er búin að setja ljósin upp og keypti jólasnjó til að spreyja á gluggana. Krakkarnir töpuðu sér yfir því, fannst þetta rosa flott og skemmtilegt og það er rétt hægt að sjá út um gluggan hjá stelpunni. Aðalmálið var samt að setja í elhhúsgluggann því ég ákvað að hafa engar neðri gardínur, hengdi bara skraut á stöngina en sá að ég myndi ekki geta verið á nærjunum lengur þar inni svona nágranna vegna. Því var reddað með snjó!

Svo hef ég ákveðið að næsta gjöf til gæjans verði peysa, belti eða eitthvað flott og auðvelt. Lítur út fyrir að gjöfin hans þetta ár verði tilbúin á aðfangadag. En hann mun verða glaður, ég mun verða glöð því hún er yndisleg!

Tútelú

Engin ummæli: