23. nóv. 2006

Hitt og þetta

Síðasta vikan mín í Tæknó. Væri frekar til í að vera þar ennþá og hætta á hinum. Sérstaklega eftir gærkvöldið. Fékk það verk að fara á leikskólann Laugaborg. Ég hélt að ég hefði nú verið búin að taka nokkra stóra en á þessum tíndist ég og skúraði sömudeildina tvisvar. Mun sakna Tæknó. Er búin að vera þar með annann fótinn síðan ´96 og mun örugglega vera það enn reyndar. Á ekki von á því að Marta hætti að biðja um mína aðstoð. En ég ætla að láta það duga mér að vinna bara á tveim stöðum. Er reyndar að fara í launaviðtal í næstu viku og kannski verð ég svo vel metin að ég gæti lifað á einum launum! Ég er allavega búin að ákveða tölu, sem er hærri en ég ætlaði að segja en hún snillingur systir mín sagði mér að segja þetta og hitt og háa tölu. Ef þeir sætta sig við hana þegar ég mun æla henni útúr mér þá mun ég ekki þræta meira við umboðsmanninn minn, systu. Ég gæti líka bara vísað henni í launaviðtal fyrir mína hönd einsog Jensi sagði. Hahahaha, það væri snild en sjálfsagt mjög slæmt fyrir mig.
En mér líkar mjög vel hérna. Gaman að fara útí búð og sjá Staurinn í formi Stekkjastaurs en það var dáldið föndur að koma honum rétt í prentun.
Vonandi förum við parið í bústað um helgina. Hann er að ákveða sig, nóg að gera í skrifum hjá honum. Ég á líka dekur DAG inni hjá honum og hef heimtað að fá hann greiddann á laugardag. Hann vill reyndar meina að það sé bara dekur kvöld en mig minnir að það sé dagur og kvöld :). Þrái að komast aðeins í kyrrðina.

Ég fékk áðan snildarpóst. Núna get ég bara pantað á netinu, femin.is, allskonar próf til að athuga hvort ég sé komin á breytingaskeiðið, hvort ég sé með klamidíu, hvort ég sé að fá krabbamein í ristilinn og próf til að athuga hvort það sé búið að setja lyf í drykkinn minn meðan ég var að dansa uppi á borði á Nasa! Snild. ahahahahah.

Jæja, best að fara að vinna... láta allavega líta útfyrir að ég sé að vinna svo ég komi vel út í viðtalinu.

Engin ummæli: