19. nóv. 2006

Helgin, update!

Sunnudagskvöld. Veit aldrei hvað ég á að gera annaðhvert sunnudagskvöld. Þá eru börnin farin til pabba síns, Jensinn minn að vinna og flestar vinkonur heima með fjölskyldunni. Var reyndar búin að næla mér í eina sem er alltaf til í að fara út en er heima í kvöld því kallinn er að vinna og einsog færðin er núna tek ég ekki sénsinn á að komast til hennar í kaffi. Langar líka að gera eitthvað, fara á kaffihús eða í bíó. Langar í bíó.
Er samt búin að gera helling skemmtilegt um helgina. Fórum í keilu á föstudagskvöld og það var stuð. Á laugardag fór ég með krakkana í Blómaval til að sjá jólasveinana en þau voru ekkert rosa ánægð, sögðust ekki vera tveggja ára! Eftir Blómavalið ákvað ég að fara í Smáralindina, er enn að reyna skilja hvers vegna, því eftir næstum þrjá tíma þar vorum við orðin svo pirruð á hvort öðru og öllum sem voru þarna. Mér tókst líka að fara inní völundarhús Hagkaups og lenda á vandamálakassa. Shit ætla ekki einu sinni að rifja það upp hér.
Í morgun gerði maður einsog flestir íslendingar, moka bílinn útúr stæðinu og það var bara gaman. Komst reyndar bara útúr stæðinu og aftur inní það. Svo sótti pabbi okkur á jeppanum og við fórum uppí Skálatún í afmæli til Dóra frænda. Alltaf gaman að fara og hitta hann og sambýlisfólkið sem hann býr með. Hann fékk kassagítar í afmælisgjöf og nú þarf bara að redda honum nótnabók með lögum Elvis.
Ég fékk smá sjokk þarna, talaði við eina konu sem á 16 ára gamla dóttur og hún hafði áhyggjur af henni því hún var uppí sumarbústað með kærastanum. Ómæ god, 16 ára uppí bústað með 19 ára gömlum kærasta! Hún sagðist hafa spurt dóttur sína hvers vegna hún hefði nú ekki getað fundið sér einhvern á sínum aldri og svarið sem hún fékk var að þeir væru svo vitlausir, þessir eldri væru með aðeins meira vit í kollinum! Ég spurði hana hvers vegna sagðir þú henni þá ekki bara að sleppa þessu, bíða með þetta. En það er víst ekki hægt, maður verður bara að treysta þeim. Ég fór beint í framtíðina, hugsaði um dóttur mína 16 ára gamla með kærasta og hugsaði um það hvort ég myndi treysta henni. Mér líst reyndar betur á að vera bara ströng og segja nei þú mátt ekki eiga kærasta, held ég myndi ekkert treysta einhverju peyjum fyrir dóttur minni. Ó guð ég fæ í magann. Svo fór ég til baka í hugsun og spáði í sjálfa mig og móður. Treysti mamma mér þegar ég var 16 ára? Já, hún gerði það en hún var auðvitað ekki hrifin og ég fékk að heyra það reglulega.

En nóg röfl í dag. Ætla að fletta í gegnum símann minn og athuga hvort ég finni einhvern til að fara með mér í bíó!

Hadde!

Engin ummæli: