17. nóv. 2006

Klosettfælni...

Var að fletta blaðinu um daginn og rakst á grein með fyrirsögnina: Margir þjást af klósettfælni

Þar sem að ég þjáist af klósettfælnisvandamáli varð ég nú að lesa og athuga hvort þetta væri mikið vandamál og ég þyrfti tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni. Reyndar segja flestir að ég sé nú bara skrítin og furðuleg og eftir að ég las þessa grein ætla ég bara að sætta mig við þá staðreynd að ég er skrítin.
En svona var greinin:
"Samtök breskra fælnisjúklinga telja að minnst fjórar milljónir Breta þjáist af svokallaðri klósettfælni.
Þeir sem þjást af þessari gerð fælni eiga yfirleitt erfitt með að nota almenningssalerni, í mismiklum mæli þó, en ástæðurnar fyrir henni eru ýmsar.
Viðkomandi aðili getur þannig verið hræddur við að smitast af einhverju á salerninu, haldinn innilokunarkennd eða átt erfitt með þvag- eða saurlát í návist annarra.
Hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera getur fælnin í verstu tilfellum haft alvarlega hamlandi áhrif á líf þess sem hún hrjáir. Dæmi eru þess að fólk treysti sér ekki út fyrir dyr eigin heimilis eða ráði sig ekki í vinnu af ótta við að þurfa að nota almenningssalerni. Sumir neita jafnvel að veita læknum þvagsýni, sem getur aftur valdið því heilsutjóni.
Margir eiga erfitt með að viðurkenna að þeir séu haldnir klósettfælni, ekki síst vegna þess hversu mikið feimnismál klósettferðir þykja í vestrænum samfélugum.
Samtök breskra fælnissjúklinga hafa nú hrundið af stað herferð með það fyrir augum að draga vandamálið fram í dagsljósið og kynna þau úrræði sem eru boði fyrir þá sem eiga við það að stríða. Eru viðtalsmeðferðir og dáleiðsla talin hafa gefið besta raun við að vinna bug á vandanum og stefnt er á útgáfu á DVD-diski og bók þar sem fjallað verður um málið."

Hahahaha, mitt vandamál er ekki svona klikkað og mér leið nokkuð vel yfir því að þurfa ekki að fara í dáleiðslu til að laga það.
Reyndar þarf ekkert að laga neitt. Mér líður ágætlega nema þegar mér er mál og ég er ekki heima hjá mér en þar vil ég hafa mínar klósettferðir og helst vera alein heima.

En einsog margir segja, ohh stelpa, þú ert svo skrítin!
Ég er allavega ekki sýklahrædd né haldin innilokunarkennd.

2 ummæli:

Unknown sagði...

ha ha hahaha.... Þó að þú sért hvorki með innilokunarkennd eða sýklafælni þá eiga nú þriðju einkennin allveg við þið "eða átt erfitt með þvag- eða saurlát í návist annarra."!!! Ég held að ég sé búin að finna jólagjöfina handa
þér og Óla bróður mínum líka hann er jafn skrítinn og þú:D Veistu nokkuð hvar maður getur pantað þennan DVD disk handa ykkur? hihihihi... Ég myndi samt ekki þora í dáleiðslu gæti endað með því að þú værir mígandi og skítandi út um allt eins og hundarnir!!

Þetta er nú ógeðslegasta comment sem að ég hef skilið eftir mig á blogg síðu

Sjáumst eftir sirka mánuð Habba:D með saurugar hugsanir

Nikita sagði...

hahahah
mér finnst bara gaman að heyra að þú ætlir að gefa mér jólagjöf!