16. nóv. 2006

Afi og kartöflurnar

Hann afi gamli er mjög duglegur kall. Syndir 1500 metra á hverjum morgni, spilar brids og vist. Svo á haustin fer hann uppí bústað og tekur upp helling af kartöflum. Þegar ég segi helling þá meina ég helling. Ég er búin að fá tvo poka en ég er ekkert rosalega dugleg að hafa þær í matinn. Finnst þær ekkert vondar ég bara gleymi þeim oft og svo finnst mér bara svo leiðinlegt að bíða eftir þeim. Já ég er greinilega skrítin, mér finnst of mikið vesen að hafa þær með matnum. Allavega þá lét hann mig fá einn pokann um daginn og ég einsog bjáni set hann út á svalir. Ég meina afi geymir þær úti á svölum svo það hlýtur að vera ok. Hann reyndar spurði mig hvort það væri ekki svalt í geymslunni minni en vá, það væri nú enn flóknara fyrir mig ef ég þyrfti nú alltaf að fara fyrst niður í geymslu til að ná í kartöflur í matinn. Ég er löt. En í gær var ég með fisk í matinn og auðvitað ætlaði ég nú heldur betur að sjóða nokkrar með. Fór út á svalir með pottinn með mér, minnti mig á mömmu sem fór alltaf með pottinn niður í GEYMSLU og sótti nokkrar, en mikið voru þær skrítnar. Þetta voru einsog steinar. Skipti engu, nokkrar voru soðnar. En þær héldu áfram að vera skrítnar, ég var ekki búin að sjóða þær í 20mín og þær litu út einsog þær væru að springa þarna í pottinum og sumar voru að breytast í bómul. Þær fóru í ruslið. Ég man það núna að þær meiga ekki frjósa. Afi þyrfti að búa til miða og setja á pokann.
En kartöfllurnar héldu áfram pirra mig. Í morgun þegar ég lít inní stofu lá þessi vatnssullslóð frá fjandans kartöflupokanum sem var við svalahurðina og var næstum kominn að útidyrunum. Og þetta var svona dökkrautt á litinn og þegar sonurinn sá þetta datt honum fyrst í hug að þetta væri einsog blóðslóð, eftir morð. Argh.... svo það var farið að skúra.

Og það er kalt úti, fáránlega kalt úti, kalt inní íbúðinni minni og ég fæ engan hita á ofnana nema rétt efst. Og svo er ég búin að týna vettlingunum mínum. :(

Tútelú!

Engin ummæli: