13. nóv. 2006

Tuð dagsins!

já jólin koma bráðum þegar það er 15.desember ekki þegar það er 13.nóvember. Hvað í fjandanum er málið! Það er ekki hægt að fara í Ikea, Blómaval, Húsasmiðjuna, Bykó og heldur ekki í Hagkaup nema maður vilji komast í jólaskap. Mér finnst að það ætti að banna þetta svona einsog með jólalögin í útvarpinu. Þegar 15.desember er komin þá er maður farin að bíða eftir því að 13. komi svo maður geti farið að taka niður jóladótið. Losna við piparkökuilminn úr íbúðinni og geti farið að skipta út jólakertunum með jólailminu út og sett aftur vanillu kertin. Í vinnunni er reyndar margt sem fær mann í jólaskap. Það þarf að gera jólapoka, setja nammið í jólabúning og það er víst ekki hægt að geyma það fram í miðjan desember. Ok. Ég er komin í jólaskap, vil það ekki, ekki strax og kenni Hagkaupi um það. Fúla verslun.

Svo held ég að Mjólkursamsalan sé eitthvað á móti mér. Einu sinni keypti ég kókómjólk svona sex í pakka og ein var skemmd. Ég fór með hana og vá þeir gáfu mér six-pack til að mýkja mig. Svo um daginn keypti ég mér skyr og það var ógeðslegt og ég komst að því þegar ég var búin að gúbba í mig einni skeið. Varð pirruð og kvartaði, auðvitað, en það var hringt í mig ég spurð hvort ég gæti komið með dolluna. Já já, ekkert mál sagði ég og stökk í næsta hús með gerlaða skyrið. Hélt ég fengi kannski nýja skyrdós + eina með en nei nei, fullan poka af mjólk, skyri og rjóma. En svo virðist ég alltaf vera að lenda í því að fá ónýta mjólk, jógúrt eða eitthvað sull frá þeim. Er samt ekki að nenna standa í endalausum kvörtunum svo það fer bara í ruslið. En áðan var ég að elda góðan mat og í hann þurfti ég kaffirjóma sem ég keypti í dag. Hann er settur yfir réttinn svona áður en hann fer inní ofnin en þessi rjómi fór ekki rass yfir réttinn minn heldur beint í vaskinn og ég útí búð.
Hvað á ég að gera? Fara með hann? Langar helst að fara með hann og þrusa honum bara á stéttina... en nei það myndi ég aldrei gera. Held að þetta séu búðirnar sem eru að klúðra málunum.

læt þetta vera nóg af tuði í dag.

Tútelú!

Engin ummæli: