10. nóv. 2006

Skrifa eða sleppa þvi?

Mig langar að rausa en dettur ekkert sniðugt í hug. Nenni ekki að rausa um fréttir, stjórnmál, slappleika, þunglyndi, myrkrið, skítaveðrið, veðurtafir né fólk sem fer í taugarnar á mér. Já há, ég nenni og vil s.s. ekki tuða.
Langar að skrifa eitthvað fyndið. Eitthvað sem fær lesandann til að brosa, ef ekki skellihlæja. Það finnst mér svo skemmtilegt, fá alla til að hlæja og ef ég þarf að gera eitthvað bjánalegt til þess þá er það bara skemmtilegra.
Er ánægð með þessa nýju síðu nema auðvitað vil ég fá comment og það er bara ekki að ganga að setja þau hingað inn. Kannski getur þessi ágæti drengur sem sagði mér frá þessari snildarsíðu, þessu betabloggi, sem honum langar svo í lagað þetta mál fyrir mig. Auðvitað er hann búin að reyna en ég er svo þolinmóð (hahahahaha) þannig að við bíðum í nokkra daga. Skiptir kannski ekki svo miklu máli, ekki einsog það sé mikið verið að commenta hjá mér, enda er ég ekkert að bulla eitthvað sem kallar á athugasemd.

En annaðkvöld fer ég í partý sem haldið er mér til heiðurs. Það verður gaman enda frábært, skemmtilegt og fyndið fólk sem ég vann með. Ég vona að sem flestir koma en gæti líka orðið fámennt en allveg pottþétt góðmennt!

Hlakka til. Over and out í dag!

2 ummæli:

Nikita sagði...

Hahaha ég er auðvitað snillingur og kom þessu í lag!

Sívar sagði...

Til hamingju með það