7. nóv. 2006

Monday

Fyrir utan að vinna mína yndislegu dagvinnu þá vinn ég líka við afleysingar hjá ræstingafyrirtæki. Oftast fæ ég leikskóla en í gær fékk ég það skemmtilega verkefni, eða þannig, að þrífa einn ákveðin stað þar sem að 99 % eru karlmenn. Ekki málið, ég kem á svæðið og konan sýnir mér það sem ég á að gera. Þarna voru nokkrar skrifstofur, kaffistofa, matsalur og klósett en líka búningaklefi fyrir vinnumennina þar sem þeir verða frekar skítugir eftir vinnudaginn. Ég var að tæma öskubakka sem voru inná skrifstofunum! Meira að segja einn merktan Reykjavíkurborg. Ojbara, hélt að þetta væri ekki í boðið fyrir neinn lengur en það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Man þegar ég fór með mömmu að skúra gamla DV húsið, ég fékk að hlaupa inná allar skrifstofurnar og tæma öskubakkana og vaska þá upp. En halló það var fyrir 25 árum síðan.
Þegar ég nálgast svo búningsklefann, kíki inn varlega því mig langaði ekki að sjá neinn þarna á brókinni, hvað þá nakinn en sem betur fer var enginn þarna inni. En fljótlega birtist einn kallinn og ég spyr hvort það sé nokkur von á því að það fari að fjölga þarna inni og allir á leiðinni í sturtu. Nei nei, sagði hann og fór fram. Kom aftur stuttu seinna og spyr hvort ég sé búin þarna sem sturturnar eru. Nei, ekki alveg… alltí lagi, þú bíður þá bara í smá stund, ég ætla að skella mér í eina! What! Er ekki í lagi! Það fór skrítinn hrollur um mig þarna inni. Einhver bláókunnugur maður, hinum meginn við þunnnan vegginn að skella sér í sturtu. Ég kláraði það sem ég gat og meira til, en hann var sko ekkert að flýta sér. Heldur ekki þegar hann var búin í sturtunni, þá fór hann bara eitthvað að dúlla sér þarna. Ég fór. Ég gafst upp á skítnum þarna, gekk frá og flýtti mér út. Vona að ég þurfi ekki að mæta þarna aftur og ef svo þá fer ég seint um kvöld.
Eftir þetta ævintýri var farið í fisk til mömmu og veitt aðstoð í uppsetningu á word skjali. Var farin að pirrast pínu, átti eftir að skúra tæknó og langaði að faðma kærastann. Það gerðist sem betur fer á endanum. En alltaf frekar pirrandi þegar manni hlakkar til einhvers og það hrinur einsog dominos! Þá þarf maður að annað hvort stappa í sig stálinu og halda höfðinu hátt eða rjúka uppá Lögberg og öskra, koma svo til baka ferskur og fínn, láta í sér heyra, skamma og tjá sig! Vona svo að allt sé búið svo hægt sé að elskast og fara að sofa…
En stundum er bara ekki allt búið og hvað þá?