5. des. 2006

Fékk það ekki...

Gærdagurinn var fúll. Fékk ekki það sem ég vildi. Fékk ekki launahækkun, fékk ekki að sleppa við skúringar, fæ börnin ekki degi fyrr einsog planið var, en auðvitað var það samkomulag á milli mín og pabba þeirra, bara erfitt þegar maður saknar þeirra mikið. Svo fékk ég ekki að fara í bíó með vinkonu minni einsog planið var en hún ætlar að hitta mig í kvöld í staðin. En ég var komin í rosa gír að fara í bíó og sjá eitthvað subbulegt þar sem að minn kvikmyndaáhugi er skrítinn. Gæinn var komin í gír að bora í nefið heima hjá mér á meðan og var svo yndislegur að hjálpa mér að skúrast í gegnum tvo leikskóla svo ég tékkaði á honum pabba, hvort hann vildi nú ekki gera eitthvað skemmtilegt með dóttur sinni og koma í bíó. " Á saw III" spurði hann, ekkert skrítið þar sem að slíkar myndir verða oftast fyrir valinu ef við förum saman. "Auðvitað" sagði ég og er meira að segja með 2 fyrir 1 miða. En guð minn góður, ég held bara svei mér þá að ég verði að fara yfir þennan kvikmyndasmekk minn! Ég er enn með tár í augunum fyrir að hafa borgað 1stk bíómiða á þessa hundleiðinlegu mynd. Hefði mátt vita betur þar sem að mynd II var mistök. En einhver sagði mér að þessi, nr. III s.s., væri betri og líkari nr. I. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun ekki sjá númer fjögur.

Ég vona að ég komist yfir þessa höfnun varðandi launamálin. Finnst ég hafa verið svikin, finnst ég hafa lækkað í launum. Er með plan og ég vindi mér í það um leið og Kennaraháskólinn svara mér!

Adios!

Engin ummæli: