13. des. 2006

Næturgarg

Klukkan er að verða þrjú og ég get ekki sofnað. Langaði að garga og þá mundi ég eftir þessu bloggi hér.

Mér finnst alveg magnað hvernig maður getur stundum verið. Einn daginn er maður í svaka góðu skapi, allt gengur vel og upp hjá manni, allt virðist vera fullkomið. Svo koma svona dagar þar sem allt er ómögulegt, eða ætti ég að segja þar sem að manni finnst maður sjálfur vera ömurlegur! Gjörsamlega hundleiðnlegur, ekki hægt að tala við, finnst allir vera vondir og leiðinlegir, ekkert gengur upp og það er ekki manni sjálfum að kenna heldur hinum og þessum. Maður er svo viðkvæmur að börnin mega varla yrða á mann einhverju saklausu án þess að maður fríki út. Sem betur fer er alltaf hægt að fara inná klósett og læsa sig þar inni og anda djúpt... stundum gengur það upp og stundum ekki og sérstaklega ekki þegar þessir fúlu dagar eru í gangi.
Og hvað er vandamálið? Hvað er það sem klikkar? Ég er búin að spyrja mig og ég held ég hafi ekki hugmynd...
Er það af því að ég fékk ekki launahækkunina? Er það af því að ég er búin að vera heima með veikt barn? Er það af því að ég sendi soninn í skólann í morgun en hann vildi ekki fara, sagðist vera slappur, en ég sendi hann samt og svo hringt í mann og hann búin að meiða sig, og ekki bara eitthvað lítið heldur fór ég með hann uppá slysó og út með hann þaðan, of course þrem tímum seinna, í gifsi og með hækjur? Er það að því að ég á enga pengina og þarf að fá lánaða hjá systu? Er það af því að ...

ég gæti svo sem alveg haldið áfram en ég nenni því ekki og þið nennið ekkert að lesa þetta. Ég verð frek og eigingjörn, fúl og pirruð. Og það finnst mér leiðinlegt, því ég vil alltaf vera hress og skemmtileg, sæt og góð!
Mér líður svona einsog ég sé ein en ég er það ekki, líður einsog ég eigi engar vinkonur en ég á þær og það sem mér finnst verst er að stundum finnst mér ég ekki vera góð mamma en sem betur fer veit ég það að oftast er ég það.
Því ætla ég að segja þetta gott garg í bili og þykjast vera Giljagaur í nokkra mín, þarf nebbilega að svara korti frá dóttur minni en hún biður hann um að gefa sér Bratz tölvuspil í skóinn sem er ekki boði heldur puttabrúða...

Adios

Engin ummæli: