15. des. 2006

Háskólapæja!

Jebb, ég komst inní Kennó. Er mjög ánægð, vantar bara peninga og skipulagningahæfileika, orkupillur og drykki. Ég mun bara klára þetta á ári, verð reyndar yfir sumartímann líka svo það verða ekki einsmörg ferðalög á næsta ári einsog á þessu sem er að líða. Þetta er fjarnám og ég vona að það verði ekki of erfit og ég þurfi að minnka vinnuna, kemur í ljós.
Finnst þetta samt dáldið skondin hugsun, að verða kennari, kenna í Iðnskólanum t.d., með gömlu kennurunum mínum...

Svo ég er enn í svaka góðu skapi, ánægð með lífið. Gaman í vinnunni, álfaleikur og myndaleikur. Við eigum að koma með gamla mynd og svo reyna að giska á hver er hvað.
Ætla að vinna eitthvað núna og hlusta enn og aftur á þetta lag, sem mér finnst helvíti gott, einsog myndin var!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!
Þetta er ekkert smá flott hjá þér. Ég er alveg viss um að þú eigir eftir að fara létt með þetta. Þú ert alveg rosalega dugleg, og ég er stolt af því að þekkja þig :)

Jólakveðjur
Gerður

Nafnlaus sagði...

Hó hó hó...
Til hamingju með skólann sæta... þú rúllar þessu upp... ég er ekki í nokkrum vafa með það.
En og aftur til hamingju og gott að þú ert komin í góðaskapið...
<(:O)

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að setja nafnið mitt undir
Jólakveðjur
UNNUR

Nikita sagði...

Takk elskurnar mínar. Þið eruð frábærar!

Becka sagði...

TIL HAMINGJU!!! Mæli með því að fá sér svo minipils, sexy skó og gleraugu. Laðar að sér nýja nemendur :P Veit að þú átt eftir að standa þig rosalega vel.