18. des. 2006

Aldur

Ég er bara 31 árs, finnst það ekki neitt. Aldur hefur aldrei verið eitthvert áhyggjuefni. Man alltaf þega Nína vinkona fór að gráta í 15 ára afmælinu sínu vegna aldurs. Kannski hefur þetta ekki verið neitt þar sem að ég var komin með tvö börn, sambúð og íbúð 23 ára gömul meðan allar vinkonurnar voru á fullu í háskóla, hérna heima eða erlendis. Þær eru núna búnar að settla sig og þrjár af tíu orðnar mæður.
Á flestum stöðum þar sem ég hef unnið hef ég oftast verið yngst og gert grín af því, "þú ert bara barn og mannst þetta ekki eða hitt" var sagt við mig. Ég er ekki yngst þar sem ég vinn núna og alltí gúddí með það.
En gæinn er tveim árum yngri, ekkert athugavert við það, börnin voru hissa um daginn, "Ertu yngri en mamma? sagði drengurinn, og mér fannst skrítið að hann væri að spá í aldursmuni en sagði svo, " samt ertu hærri en hún"! Auðvitað gat það ekki verið annað en það. Svo fór ég með gæjann í sund og við vorum eitthvað að spjalla og hann var eitthvað að tala um framtíðina og segir, " ...eftir átta ár þá, ég meina þá ert þú orðin fertug og....". Mér brá dáldið við að heyra þetta, fertug, eftir átta ár. Mér finnst stutt þangað til og þegar maður er orðin fertugur þá hérna, já sko... segi ekki meir.
Svo er myndaleikur hér í vinnunni og búið að hengja upp myndir af starfsfólki hér þegar þau voru lítil og það eru bara fjórar litmyndir. Ég stóð þarna yfir þeim og talaði um það hve gamallt fólk væri nú að vinna hérna! Ég lét auðvitað litmynd en svo fattaði ég að ég á helling af svarthvítum myndum af mér síðan ég var lítil, nakin á gæru einsog þau sem eru 45 og yfir. Þýðir það að ég er orðin gömul?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þú ert kannski ekki yngst en þú ert nú þriðja yngsta manneskjan í vinnunni hehehe.....
kv hilda ( sem er svo ánægð að vera komin í skvísu hópinn ;o)

Nafnlaus sagði...

átta ár í fertugt...hvað má ég þá segja ha...fjögur ár. Annars fannst mér ferlegt að verða þrítug en mér finnst fertugt ekki vera neitt svakalegt :o)
kv
Elena

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha.... huhummm ég á nú reyndar bara rétt rúma átta mán. í 40 árin...
.. segi ekki orð.. <(:O)

Nafnlaus sagði...

...aarrrgggg... ég er ekki að ná þessu að setja nafnið mitt með..

Unnur

Nikita sagði...

Ok. Elena = fjögur ár í fertugt, Unnur = átta mán. í fertugt... hvað er ég að ræða um hér. Þið eru svo ungar og sætar ekki rass gamlar. Ætla að breyta hugsun minni í sextugt það er langt í það!

Sívar sagði...

Aldur er afstæður.. svo afstæður.

Ég á 22 ára gamlan vin sem lætur mér líða eins og ég sé að tala við gamlan mann.

Og mér líður eins og ég sé nýskriðin yfir tvítugt, sem ég er náttúrulega.