27. des. 2006

Gleðileg jól!

Jæja, þá er ég komin í vinnuna, södd og sæl eftir vikuna. Við vorum 18 á aðfangadagskvöld heima hjá ma og pa og allt gekk vel. Amma og systir hennar voru stilltar, mamma var róleg, fátt um börn en ein frönsk frænka var frekar spennt. Mér var mikið hugsað til minna barna þetta kvöld. Var sátt, vissi að þau væru að njóta sín hjá ömmu sinni og afa með pabba sínum. Svo kíkti ég í kaffi til þeirra um kvöldið og fékk að skoða allt sem þau fengu. Ég hélt að það yrði erfið stund en svo var ekki.

Það er alltaf gaman að fá ættingja sem búa erlendis í heimsókn en það er alltaf samt svo mikil stjórnsemi í öllum. Brói er búin að ákveða að vera heima hjá sér næstu jól. Hann kemur hingað í næstum tvær vikur og það er búin að skipuleggja tímann hans. Ekkert verið að spá í hvort eða hvað hann vill gera. Líka búið að plana hluti sem ég á að gera, en ég segi bara pass!

Fínt að geta stungið af í vinnuna, nenni samt ekkert að vera hér, ekkert að gera og engin Berglind!

Hafið það gott kæru lesendur og gleðilega hátíð.

Engin ummæli: