31. des. 2006

2006

Nú fer þetta yndislega ár að enda. Búið að vera spes. Byrjunin á því var mögnuð þar sem að draumaprinsinn kom bókstaflega á skýji inn í mitt líf. Ég þekkti hann ágætlega vissi bara ekki að hann var þessi sem ég var búin að bíða eftir. Hann sat fyrir aftan mig í vinnunni í níu mánuði án þessa að ég tæki eftir því. Og það var líka svona hjá honum. Sem sagt, okkur datt þetta ekki í hug að við værum hér fyrir hvort annað. En við vitum það núna og eftir allt sem við höfum gert saman á þessu ári og upplifað er það bara byrjunin á öllu sem við eigum eftir að gera og upplifa saman.

Það hefur gengið vel með börnin þó það sé mjög erfit að njóta þeirra aðra hvora vikuna. Við pabbi þeirra reynum líka að gera allt svo þeim líði sem best og það skiptir svo miklu máli.

Mér finnst aðfangadagskvöld skemmtilegra en gamlárskvöld. Það er eitthvað við það kvöld sem ég bara er ekki að fatta hvers vegna mig hlakki ekki til. Ég spurði gæjann hvort við ættum ekki bara að vera í útlöndum næsta gamlárskvöld og hann leit á mig næstum hissa og spurði hvers vegna. Æi mig langar bara að gera eitthvað spes og skemmtilegt. Hann sagðist ekkert þurfa að fara til útlanda til þess, finnst þetta kvöld skemmtilegt hér á landi. Við ræddum þetta pínu meira og núna er ég að hugsa hvers vegna langar mig ekki að vera hér á næsta ári. Er það vegna þess að ég er ekki með börnin? Nei, það er ekki ástæðan. Hef ekki hugmynd hver hún er. Ég vona bara að þetta kvöld verði skemmtilegt og þar sem að ég fæ að njóta barnanna og gæjans hlýtur það verða frábært.

Þetta er farið að vera of langur pistill og þá nennir engin að lesa hann. Ég fór útá videoleiguna, Bíó-grill, sem ætti að leggja niður en þegar frænkurnar voru búnar að horfa á sína mynd og komnar undir sæng og ég búin að ganga frá og ætlaði að hlamma mér í sófann og horfa á mína var hulstrið tómt!

svo ég ætla bara að fara í bað og vona að gæinn fari að koma heim til mín.

hafði það gott um áramótin.

Tútelú.

Engin ummæli: