7. jan. 2007

Úff púff!

Þetta ár byrjar svakalega, ég er útkeyrð og bara vika liðin.
Ég er byrjuð í kennó og var í staðlotu frá fimmtudegi til laugardags. Auðvitað helling að læra og lesa, hugsa og tala, þurfti að tjá mig fyrir framan hópinn minn tvisvar, með ljóði og þjóðsögu en það gekk rosa vel. Enda fékk ég að gera helling af því í Meistaraskólanum sem betur fer.
En þó að staðlotan sé búin þarf að gera helling af verkefnum en þetta eru skemmtileg verkefni enda er ég að læra það sem mér finnst spennandi.
þegar skólinn var búin og maður enn ekki búin að snúa sólarhringunm við eftir fríið, helling að skúra líka á kvöldin og í gær þegar ég kom heim gerði ég góðan mat og bauð gæjanum en meðan hann, maturinn, var að malla í pottinum stillti ég símann og rotaðist í sófanum. Annars hefði ég sofnað ofan í súpuskálina. Eftir matinn og smá kúr undir sæng ákváðum við að skella einni góðri mynd í tækið en það var The Shining, alltaf gaman að horfa á eina gamla.

En nú tekur við önnur vikan á nýju ári og hún mun líka vera erfið. Lítill drengur, níu ára gamall lést í vikunni en þetta var nágranni og vinur barna minna. Það er erfitt að fara í jarðaför og enn erfiðara þegar börn deyja. Þetta mun vera fyrsta jarðaför minna barna sem þau eiga eftir að muna. Þetta er í annað sinn sem sonur minn lendir í því að missa ungan vin en hann fór ekki í þá jarðaför sem var bekkjarsystir hans. Hann treysti sér ekki til þess, lét bænastund hennar nægja.
Þetta er þeirra val hvort þau vilji fara eða ekki. Ég vil samt að þau skilji hvers vegna fólk fer í jarðaför og vil helst að þau fari. Börn verða að skilja að við deyjum ekki bara gömul. Ég vil ekki að þau sleppi við þetta af því þetta er erfitt.

En núna verð ég að hætta þessu og halda áfram að koma heimilinu í stand og taka þetta jóladót niður.

over and out!

Engin ummæli: