21. des. 2006

Allt að gerast...

Eftir nokkra tíma fer ég út á flugvöll að sækja bróa. Alltaf svo gaman að fá hann í heimsókn. Bróðir hennar mömmu kemur líka ásamt börnunum sínum en ég hef ekki séð þau í átta ár. Svo kemur hinn bróðir hennar á laugardag frá London og systir hennar, maður og barn eru þegar komin frá Frakklandi.
Þessi jól verða skrítin og erfið. Börnin verða hjá pabba sínum á aðfangadag og koma svo til mín á jóladag. Þetta er erfitt, að vera án þeirra þetta skemmtilega kvöld en svona er lífið og ég veit að kvöldið verður yndislegt hjá þeim. Þeim finnst gott að vera hjá okkur jafnt enda myndi ég ekki vilja að pabbi þeirra fengi ekki að hafa þau á aðfangadag. Finnst skrítið að fólk sem ég hef rætt við finnst það bara sjálfsagt að þau séu hjá mér, að þau séu hjá mömmu sinni. Ég er ekki sammála því, engan vegin. Ég vil að þau séu þar sem þeim líður vel og eru ánægð. Af hverju á pabbinn ekki líka að fá að njóta þeirra þetta kvöld og börnin pabba síns?

En mér mun ekki leiðast og þar sem að það verður fjölmennt hjá ma og pa þetta kvöld mun ég geta gleymt mér aðeins. En auðvitað mun ég kíkja til þeirra seinna um kvöldið og kyssa þau og knúsa. Á samt von á því að það verði annsi erfitt.

En annars er þessa blessaða jólagjöf handa gæjanum að verða tilbúin. Ég náði að hitta Höbbu í gær sem var frábært, var ekki viss um að ég gæti beðið fram í febrúar. Og ég þarf ekkert að skúra í dag né á morgun... jibbý!

Ég skrapp aðeins frá í hádeginu og þegar ég kom til baka var búið að skreyta skrifstofuna mína mjög fallega. Takk fyrir það Álfur, hver sem þú ert.

Hadde!

Engin ummæli: