18. sep. 2018

Enn eitt mataræðisnámskeiðið....

Fékk ekki nóg hjá GB hreinu mataræði og ætla því að prófa Hildi. Fyrsta verkefni vikunnar er að taka út ALLAN sykur, alla ávexti nema ber, unnin mat, kakó og E-efni. Okey, ekkert mál en líka KAFFIÐ! DJöf... get ég það? vil ég það? ég vil heilsu á ný og hún vill meina að kaffið valdi bólgum í görninni svo já, ég verð víst að taka það út. En af hverju er ég að þessu... jú af því að ég er komin með nóg af þessu heilsuleysi, orkuleysi, vanvirkni, neikvæðni, áhugaleysi, þunglyndi og nenni ekki að halda áfram. Er búin að vera frá vinnu síðan mars 2017 og því hefur kvíði bæst við því síðasti vinnustaðurinn minn var svo dásamlegur að leggja niður stöðuna mína í veikindaleyfinu. Takk. Svo ég get ekki laumast í rólegheitum aftur inná vinnumarkaðinn, þarf að sækja um og ég veit ekki einu sinni hvar eða hvert ég vil stefna. Ég lærði auðvitað náms- og starfsráðgjöf því ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór... eða jú ég reyndar veit hvað ég væri til í að gera, veit bara ekki enn hvernig ég mun koma mér í það starf. Byrjum á því erfiða, taka út kaffið.

Engin ummæli: