Nýtt ár hafið og það leggst vel í mig. Maður skrifar ekkert hér lengur útaf feisbókinni sem maður er komin með leið á, eða ég allavega. Svo það getur bara vel verið að ég uppfæri mig hér frekar en þar.
Skólinn byrjar í næstu viku og ég er nokkuð spennt. Er búin að skipta um námsleið þar sem að skipulag kennaranámsins átti ekki vel við mig, hef fært mig á uppeldis og menntunarsviðið. Nú svo er planið að halda áfram og fara í námsráðgjöf en það er enn dáldið langt í það. Alla vega stefnan og það er gott að hafa slíka.
Ég og kærastinn ætlum á dansnámskeið og ég hlakka svo til að dansa með honum í tímum og í lífinu.
7. jan. 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skrifa ummæli