26. des. 2008

upp og niður

Tilfinningar eru flóknar. Við höfum einn dag góðar og svo koma slæmar. Það gerðist eitt hjá mér um daginn sem varð til þess að tilfinningar mínar urðu meira en góðar. Svo kom næsti dagur og "þetta það" lét mér líða stórkostlega vel, var bara næstum á bleiku skýi. En svo getur "þetta það" bókstaflega dúndrað manni niður á einu augnabliki. Og "þetta það" vissi það alvega. Auðvitað átti ég að vita að "þetta það" er bara glatað og ekki þess virði að eyða tilfinningum í. "Þetta það" spilar með tilfinningar mjög vel en þar sem að endalausar leiðinlegar tilfinningar fylgja hef ég ákveðið að snúa mér að einhverju nýju.

Það styttist í nýtt ár og ég finn að það verður mitt ár, loksins. Það mun heita My year 2009. Ég ætla nefnilega að vera í aðalhlutverki, ekki auka. Ætla að láta allt snúast í kringum mig og útfrá mér mun allt snúast í kringum það fallega í lífinu mínu sem eru auðvitað börnin mín. Og ef að draumaprinsinn bankar uppá þá fær hann ekki að vera í aðalhlutverkinu, hann fær aukahlutverk, til að byrja með. Og ég er að búa mér til skemmtilega lista yfir því sem draumaprinsinn þarf að hafa. Já, ég ætla ekki að endurtaka gamlan leik, velja einhvern sem lítur út fyrir að vera góður gæi en er það svo bara ekki.

Einn sætur og skemmtilegur vinnufélagi sagði við mig um dagin að við konur værum flóknar. Ég hló og sagði að það væri ekki rétt, lífið væri bara flókið.

Ætla út og reyna að hressa mig við.

Engin ummæli: