17. nóv. 2008

Ótrúlegt að það séu tvær vikur eftir af skólanum og mér finnst ég varla komin á fullt. Verð að taka mig á en það virðist vera eitthvað erfitt fyrir mig, er ennþá eitthvað svo tilfinningaflækt sem lýsir sér í endalausri þreytu. Ég gæti sofið allan sólarhringinn. Skil bara varla hvernig ég fer að því að dansa og mæta í vinnu.
En ég komst í Ólafsvíkina síðustu helgi og var það mjög notalegt. Svo var ég búin að ákveða næstu helgi, ætlaði að dúllast með krökkunum í bakstri og sundferðum, bjóða ma og pa í pizzugerð á föstudag en ég verð víst að skoða það því það kom boðskort inn um lúguna mína áðan. Mér er boðið í afmæli Tæknigarðs og langar virkilega að mæta enda var svo gaman að vinna þar og skemmtilegt að hitta gamla vinnufélaga sem virðast ekki vera komnir á feisbókina. Hugs hugs...

en ég ætla að skella inn nokkrum myndum af sjálfri mér, auðvitað, í mömmuleik!



5 ummæli:

jeg sagði...

Flottar mömmuleiksmyndir skvís. Átt þú þennan krúttling ???
Kveðja úr Hrútósveitó.

Nikita sagði...

:) nei sæta. Mín eru orðin 10 ára og 13 ára, er að fara ferma! Myndaalbúmið er til hægri á síðunni, endilega kíktu.

jeg sagði...

Oki dáldið á undan mér hehehe..... Flottir krakkar ;)
Mín eru bara baby ennþá hehe....en stækka hratt.
Knús.

Nafnlaus sagði...

Þetta hlutverk á svo vel við þig.. og litla barnið hefði alveg getað verið þitt..það er so sætt :):):)

luv Eva

Nikita sagði...

Já Eva, finnst þér ekki. Annars eru þetta reyndar tvö börn, sæta Sædís og hann sæti Trausti!