Þetta er nú meira sumarið. Börnin voru hjá okkur allan júní og þau voru ekkert neitt rosa hrifin af því að mamma væri alltaf í vinnunni, hvað þá að allir þyrftu að fara sofa klukkan tíu því mamma þarf að vakna klukkan sex. Nú eru þau farin til pabba síns sem er í fríi líka. Reyndar var nú sambýlingurinn komin í frí þarna rétt í lokin svo þau héngu nú ekki alein heima. Get samt alveg sagt ykkur það að mamman er orðin dáldið þreytt á þessari vinnu líka. Nú er ég að vinna í tíu daga í röð, ekki frídagur fyrir en á fimmtudag. Þá ætla ég að gera ekki neitt!
Ég er að vandræðast með hárið á mér, ekkert nýtt svo sem en ég hef tekið ákvörðun, ekki eina heldur tvær. Ég ætla að þrauka þetta, vera með mjög sítt hár og aldrei að vita nema það verði viðráðanlegt því síðara sem það er. Nú ef ekki þá ætla ég að byrja uppá nýtt þegar ég verð 35 ára. Ég hef sterkan grun um það að það fari mér best að vera mjög stuttklippt... já og hin er að ég ætla að hætta að sápa það, bara skola og ég er ekki frá því að það sé viðráðanlegra.
Já, og svo er komin nýr sambýlingur, hann Pablo og sá er sko gullmoli :)
4. júl. 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég man þá tíð að þú varst stuttklippt. Og það fór þér vel. :)
Mundu bara að það tekur dáldið langan tíma að fá hárið til að hreinsa sig sjálft (afeitra sig) vona að þú haldir það út :)
good luck :)
kv úr sveitó.
já auðvitað mannst þú eftir því Jóna mín :)
en ég skal halda út afeitrunina og svo kem ég í heimsókn til þín og fæ beljuhland, á það ekki að vera svo gott í hárið?
Jú þeir nota þetta í Kína ef ég man rétt ???!!! En beljur á ég engar en það eru kúabú hér í nágernninu :)
já þú meinar, en þú ert með rollur það mætti kannski prófa það piss og kannski er það rosa gott og þú ferð í bissness :)
Skrifa ummæli