28. apr. 2009

Ein feming búin, ein eftir!



Ég er svo ánægð með soninn, ánægð með hvað allt gekk vel. Ég og pabbinn héldum að það kæmu sirka 60-70 manns en það voru öruggleg um 80 og við systurnar undirbjuggum salinn með sæti fyrir 65, tókum sénsinn! En við vorum ekki lengi að skella upp einu borði þótt allir væru komnir.
Ég er að spá í fyrir næstu fermingu, ef hún lætur verða af því, að panta bara veitingarnar. :)

Kræst, íbúðin mín er full af einhverju dóti... sambýlingurinn var að sækja dótið sitt, sagði að þetta væri nú ekki svo mikið en ég þarf að taka stóran krók til að komast á klósettið. Svo hlóum við mikið þegar ég tuðaði aðeins í honum, vegna þess að mest af þessu dóti er "dót". Örugglega einhvers staðar hægt að finna fötu og skóflu í þessu öllu saman.

Nú á ég bara eftir eitt verkefni fyrir matreiðsluna og svo er það aðferðafræðiprófið já og svo er bara að mæta í vinnu!

tútelú

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei ekki panta veitingar!!!
þetta var svo svakalega gott :)

þú hefur góðan tíma fyrir þá næstu..bara 3 ár ;)

Kv Eva

Nikita sagði...

já það er rétt hjá þér Eva, ég bara frysti afgangana núna...

jeg sagði...

Það er sniðugt að kaupa sumt og annað ekki.....annars er ég á því að það sé best að vera bara með mat ? Ég reikna með því að fara þá leið.
En enn og aftur til lukku með flottan dreng :)