31. okt. 2008

Kræst

loksins gat mín kæra systir farið í bíó. Förum ekki oft saman bara þegar það koma svona vælu kellinga framhjáhalda allt í tómu tjóni myndir. Fórum saman á The Notebook og hlóum og grétum yfir henni enda æði mynd. En í kvella var það Nights in Rodanthe og ég beið og beið eftir því að eitthvað myndi nú gerast annað en veðurstormur. Við sátum tvær þarna í salnum og björguðum myndinni með því að segja hvað myndi nú gerast næst...

s.s. frekar léleg mynd og ótrúlegt að þetta sé sá sami og skrifaði The Notebook. Bókin er víst betri og ég er því nokkuð viss um að bókin við þessari sé skárri. Vantaði allt í þessa leikara, við höldum að þau séu reyndar bara orðin þreytt á því að leika saman og því gáfu þau þessu ekki rass... en systa gat vælt en yfir hverju veit ég ekki alveg. Hún þarf kannski bara að gráta en fyrir mig þá held ég að ég sé búin með tárkvótann á þessu ári.

Jæja, best að fara hvíla sig. Skóli á morgun og svo er magadansdrottningin mín búin að plata mig í að fara með á eitthvert konukvöld, nú eða ég fer í bekkjapartý hjá Gunnari á Hlíðarenda (ekki grín)!

tútelú

26. okt. 2008

After the Rain

Hvernig stendur á því að þegar maður er eitthvað leiður þá ýtir maður undir leiðina, t.d. að hlusta á ákveðna tónlist sem maður veit fullvel hvaða áhrif hún hefur á mann.

Nei, kannski er þetta ekkert skrítið. Kannski þegar maður er leiður vill maður bara vera leiður og velta sér upp úr henni.

gotta keep on, gotta go on!

19. okt. 2008

Ég skemmti mér svo vel á föstudaginn. Ég fór í óvissuferð með vinnunni og allir voru í einhverjum búningi. Deildin sem ég fékk að fljóta með voru pönkarar svo að stór draumur rættist hjá mér :) Að sjálfsögðu gaf ég þessu vel, fór til Þóru og lét hana sjá um hanakamb og málningu, fékk Evu beib að redda einhverjum fötum og svo var gramsað inní herbergi dótturinnar og ljótt gervitattó fannst þar. Ég var auðvitað alveg að fíla mig í botn og loksins er ég sátt við það hvernig ég myndaðist. Læt því eina nei nei, gefum þessu, set tvær hingað líka, gat ekki ákveðið mig!


Laugardagurinn var auðvitað ónýtur, er bara enn að ná mér. En það þíðir ekki rass að liggja í leti og vorkenna sér, börn og lærdómur, þvottur og vinna bíða spennt eftir athygli minni.

tútelú!

15. okt. 2008

Afmæli

Litli (stóri) sonur minn er 13 ára í dag. Hann er auðvitað sá fallegasti og besti sonur í heimi og ég er svo montin fyrir að eiga þennan snilling.

Til hamingju með afmæli kútur!

11. okt. 2008

úps...

fór áðan að versla í krónunni og í staðin fyrir að taka debetkortið setti ég strætókortið í vasann... jei, sem betur fer var ég með pening!


Annars er ég á fullu að baka og taka til því þessi litli kútur er að verða 13 ára.

6. okt. 2008

skrítið...

en þegar mig vantar eitthvað og verð miður mín að hafa ekki þá gerist eitthvað og það kemur bara til mín á silfurfati.

Nú ætla ég að óska eftir einu og það á hverju kvöldi og athuga hvort ég fái það líka uppí hendurnar... og já, ætla líka fara eftir stjörnuspá dagsins!

Þú átt það stundum til að láta áhyggjurnar gleypa þig og gleyma öllu öðru. Er ekki betra að hafa það öfugt? Á meðan nýturðu alla vega lífins - sem er stutt.

Þetta ætlar bara svei mér þá að verða ágætur dagur og ég ætla að hafa eina línu í rassvasanum þangað til að ég er búin í Háskólanum.

Trú á eigin getu er lykillinn að námsaga og góðum árangri

5. okt. 2008

Stjörnuspeki

gengur illa að læra, ákvað að lesa stjörnuspá mína fyrir daginn og ég ætti kannski að gera einsog hún segir.

Þú ert jarðbundin og raunsæ. Búast má við seinagangi og að þú þurfir að reyna á þig til að koma hlutunum í framkvæmd. Nú þarftu að takast á við ábyrgð og vera samviskusöm, vakna snemma, vinna af krafti og fást við hagnýt verkefni.

2. okt. 2008

get ég fengið...

einn lítra af námsvitund
einn lítra af sjálfsaga
einn lítra af hamingju
einn lítra af samgleði
og eina milljón í peningum!

þoli ekki mánaðarmót
þoli ekki ástandið í dag!

og ég sem var í góðu skapi. Andskotinn.