31. okt. 2008

Kræst

loksins gat mín kæra systir farið í bíó. Förum ekki oft saman bara þegar það koma svona vælu kellinga framhjáhalda allt í tómu tjóni myndir. Fórum saman á The Notebook og hlóum og grétum yfir henni enda æði mynd. En í kvella var það Nights in Rodanthe og ég beið og beið eftir því að eitthvað myndi nú gerast annað en veðurstormur. Við sátum tvær þarna í salnum og björguðum myndinni með því að segja hvað myndi nú gerast næst...

s.s. frekar léleg mynd og ótrúlegt að þetta sé sá sami og skrifaði The Notebook. Bókin er víst betri og ég er því nokkuð viss um að bókin við þessari sé skárri. Vantaði allt í þessa leikara, við höldum að þau séu reyndar bara orðin þreytt á því að leika saman og því gáfu þau þessu ekki rass... en systa gat vælt en yfir hverju veit ég ekki alveg. Hún þarf kannski bara að gráta en fyrir mig þá held ég að ég sé búin með tárkvótann á þessu ári.

Jæja, best að fara hvíla sig. Skóli á morgun og svo er magadansdrottningin mín búin að plata mig í að fara með á eitthvert konukvöld, nú eða ég fer í bekkjapartý hjá Gunnari á Hlíðarenda (ekki grín)!

tútelú

Engin ummæli: